Leigubílsstjóri var rændur í Bakkahverfi í neðra Breiðholti um klukkan hálf fjögur í nótt.
Karlmaður á milli tvítugs og þrítugs sem var farþegi í bílnum tók leigubílsstjórann hálstaki og hótaði honum með hnífi. Hann flúði svo út úr bílnum og hafði á brott með sér einhverja peninga.
Ekki er vitað hversu háa upphæð. Leigubílsstjórinn er með smávægilega áverka á hálsi en lögreglan leitar nú mannsins.
Þá var mikill erill í miðbænum í nótt en að mestu rólegt. Sjö gistu fangageymslur og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur.