Innlent

Paul Ramses ekki í neinni hættu í Kenya

Óli Tynes skrifar
Paul Ramses kom aftur til Íslands síðastliðna nótt. Það urðu fagnaðarfundir í flugstöðinni.
Paul Ramses kom aftur til Íslands síðastliðna nótt. Það urðu fagnaðarfundir í flugstöðinni.

Stjórnmálafréttaritari við eitt af stærstu dagblöðum Kenya segir að Paul Ramses Odour verði ekki í neinni hættu þótt hann snúi aftur til heimalandsins. Eric Shinoli vinnur fyrir blaðið Daily Nation.

Paul Ramses hefur sagt hér á landi að hann hafi verið einn af kosningastjórum stjórnarandstöðunnar sem Raila Odinga leiðir. Hann hafi lent á dauðalista fyrir þær sakir.

Eric Shinoli kannaðist ekki við nafn Ramsesar og taldi þó að hann þekkti alla helstu stuðningsmenn Odingas. Hvað sem því liði væri Ramses ekki í nokkurri hættu þótt hann sneri aftur til Kenya.

Raila Odinga sé jú orðinn forsætisráðherra landsins í samsteypustjórn sem vinni vel saman. Flestir samstarfsmenn hans séu orðnir opinberir starfsmenn.

Þar fyrir utan sé Odinga sterkur persónuleiki og ef einhver af stuðningsmönnum hans eða samstarfsmönnum hefði lent í einhverjum vanda hefði hann gripið inní.

Um síðustum áramót hafi verið óróleiki í landinu og kannski ástæða til þess að hafa einhverjar áhyggjur. Nú væri hinsvegar komin sterk ríkisstjórn og stöðugleiki.

Shinoli sagði að það sé því engin ástæða fyrir Kenyabúa að sækja um hæli einhversstaðar sem pólitískur flóttamaður.

Þetta hljómaði frekar eins og maður sem vildi lifa þægilegu lífi í þróuðu landi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×