Gamalt píanó, ungur píanisti 29. júlí 2008 06:00 Shuann Chai Kemur fram á tónleikum í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld. Píanóleikarinn Shuann Chai heldur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld kl. 20.30. Hún mun flytja verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Ludwig van Beethoven og Frederic Chopin. Shuann hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn, meðal annars í Englandi, Hollandi, Noregi og Kína. Hún hefur vakið eftirtekt á alþjóðavettvangi og fengið fjölda viðurkenninga fyrir frammistöðu í píanóleik. Hún er með mastersgráðu í tónlist frá New England Conservatory í Boston og er að ljúka við doktorsgráðu í tónlistarfræði við Brandeis University í Massachusetts. Stærsta hluta ævi sinnar hefur Shuann búið í Bandaríkjunum en hún er nú búsett í Hollandi. „Ég flutti til Amsterdam til kynnast tónlistarlífinu í Evrópu," segir Shuann. „Ég hef alltaf haft áhuga á gömlum píanóum og hef spilað á mörg slík, bæði upprunaleg og eftirlíkingar. Hljóðfærin sem ég hef spilað á hafa spannað tímabilið frá árinu 1750 fram á 20. öld. Á þessum 250 árum hefur píanóið breyst afar mikið og sömuleiðis sú tónlist sem samin er fyrir hljóðfærið. Þetta vekur áhuga minn og ég vil gjarnan fræðast meira um þessa þróun." Shuann er að heimsækja Ísland í fyrsta sinn og það var íslenskur unnusti hennar, Svanur Vilbergsson, sem vakti athygli hennar á Hornung og Möller píanóinu sem var smíðað árið 1871 og stendur í stássstofu Hússins á Eyrarbakka. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og eru allir velkomnir. - vþ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Píanóleikarinn Shuann Chai heldur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld kl. 20.30. Hún mun flytja verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Ludwig van Beethoven og Frederic Chopin. Shuann hefur spilað á tónleikum víðs vegar um heiminn, meðal annars í Englandi, Hollandi, Noregi og Kína. Hún hefur vakið eftirtekt á alþjóðavettvangi og fengið fjölda viðurkenninga fyrir frammistöðu í píanóleik. Hún er með mastersgráðu í tónlist frá New England Conservatory í Boston og er að ljúka við doktorsgráðu í tónlistarfræði við Brandeis University í Massachusetts. Stærsta hluta ævi sinnar hefur Shuann búið í Bandaríkjunum en hún er nú búsett í Hollandi. „Ég flutti til Amsterdam til kynnast tónlistarlífinu í Evrópu," segir Shuann. „Ég hef alltaf haft áhuga á gömlum píanóum og hef spilað á mörg slík, bæði upprunaleg og eftirlíkingar. Hljóðfærin sem ég hef spilað á hafa spannað tímabilið frá árinu 1750 fram á 20. öld. Á þessum 250 árum hefur píanóið breyst afar mikið og sömuleiðis sú tónlist sem samin er fyrir hljóðfærið. Þetta vekur áhuga minn og ég vil gjarnan fræðast meira um þessa þróun." Shuann er að heimsækja Ísland í fyrsta sinn og það var íslenskur unnusti hennar, Svanur Vilbergsson, sem vakti athygli hennar á Hornung og Möller píanóinu sem var smíðað árið 1871 og stendur í stássstofu Hússins á Eyrarbakka. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og eru allir velkomnir. - vþ
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira