Cynic Guru spilar í Bretlandi 2. október 2008 04:00 Roland Hartwell er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann syngur, semur og spilar á gítar í Cynic Guru. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Ólafur Hólm trommari, Einar Jóhannsson gítarleikari og Richard Korn bassaleikari. „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira