Sport

Helga Margrét bætti Íslandsmetið í sjöþraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, bætti í dag Íslandsmetið í sjöþraut á móti í Tékklandi.

Alls hlaut hún 5524 stig á mótinu og hafnaði í sjöunda sæti, tæpum níu hundruð stigum á eftir sigurvegaranum, Lyudmila Blonska frá Úkraínu.

Gamla Íslandsmetið átti Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR sem hún setti árið 2006. Það var 5402 stig.

Einar Daði Lárusson, ÍR, tók einnig þátt í mótinu í tugþraut karla en varð að hætta keppni vegna meiðsla.

Árangur Helgu Margrétar:

100 m grindahlaup: 14,92 sek.

Hástökk: 1,71 m.

Kúluvarp: 12,87 m.

200 m hlaup: 25,18 sek.

Langstökk: 5,57 m.

Spjótkast: 39,62 m.

800 m hlaup: 2:19,08 mín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×