Jólakettir 28. desember 2008 00:01 Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. Á Vísindavef Háskóla Íslands sé ég að sagnir um grimmar myrkraverur á borð við köttinn illskeytta megi finna víða um Evrópu. Jólahafurinn eða jólageitin, sem þrífst víst vel í nágrannalöndum Íslands, er víst skyldust kettinum í háttum að því leyti að hún virðist fátt vilja aðhafast annað en hafa á því gætur að allir sinni verkum sínum fyrir jólin. Auk þess eru þær kisa og geitin sérlega matvandar ófreskjur og vilja lítið annað éta en fátæk börn. Þar sem mínir kettir hafa alla tíð verið blíðir og varkárir í samskiptum sínum við börn velti ég því fyrir mér hvers vegna hryllingssögur um jafn mjúk og falleg dýr gátu orðið til. Þar að auki þá þykja mér kettir svo nýstárlegar skepnur, nánast tákngervingar munúðar og það veit ég fyrir víst að lítið sem ekkert fór fyrir henni stóran hluta Íslandssögunnar. Það er því erfitt fyrir mig að ímynda mér þá hungraða og vælandi í myrkum mörsugs-mánuði að hræða hungrað fólk. Heimildir benda þó til að kettir hafi búið með Íslendingum frá landnámsöld. Í Íslendingasögunni sem kennd er við Vatnsdæli er að finna frásögn af óspektarmanni sem var verndaður af köttum. Hét sá Þórólfur sleggja og hafði hann sér til trausts og halds um það bil 20 ketti sem segir að hafi verið „ákaflega stórir og allir svartir og mjög trylltir". Í bókinni Íslenskar kynjaskepnur segir svo frá viðurstyggilegum dýrum sem kölluð eru nákettir. Þeir hafa þann sið að grafa sig í kirkjugarða og rífa í sig lík. Svo vel þrifust þeir á þessari fæðu að þeir urðu stundum jafn stórir og hundar, sauðir og jafnvel naut. Fólk var því ekki einu sinni óhult fyrir kvikindunum í dauðanum. Eftir svolitla skoðun á kattasögnum þjóðarinnar komst ég að því að líklega hafa sögur af þessum óða mannætuketti borist frá forfeðrum okkar á Bretlandseyjum. Það er að segja af því svæði sem forfeður okkar sóttu sér vinnufólk og íslenskar óvættir á borð við Banka-Bjögga og Bauga-Jón hafa herjað á saklaust fólk undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. Á Vísindavef Háskóla Íslands sé ég að sagnir um grimmar myrkraverur á borð við köttinn illskeytta megi finna víða um Evrópu. Jólahafurinn eða jólageitin, sem þrífst víst vel í nágrannalöndum Íslands, er víst skyldust kettinum í háttum að því leyti að hún virðist fátt vilja aðhafast annað en hafa á því gætur að allir sinni verkum sínum fyrir jólin. Auk þess eru þær kisa og geitin sérlega matvandar ófreskjur og vilja lítið annað éta en fátæk börn. Þar sem mínir kettir hafa alla tíð verið blíðir og varkárir í samskiptum sínum við börn velti ég því fyrir mér hvers vegna hryllingssögur um jafn mjúk og falleg dýr gátu orðið til. Þar að auki þá þykja mér kettir svo nýstárlegar skepnur, nánast tákngervingar munúðar og það veit ég fyrir víst að lítið sem ekkert fór fyrir henni stóran hluta Íslandssögunnar. Það er því erfitt fyrir mig að ímynda mér þá hungraða og vælandi í myrkum mörsugs-mánuði að hræða hungrað fólk. Heimildir benda þó til að kettir hafi búið með Íslendingum frá landnámsöld. Í Íslendingasögunni sem kennd er við Vatnsdæli er að finna frásögn af óspektarmanni sem var verndaður af köttum. Hét sá Þórólfur sleggja og hafði hann sér til trausts og halds um það bil 20 ketti sem segir að hafi verið „ákaflega stórir og allir svartir og mjög trylltir". Í bókinni Íslenskar kynjaskepnur segir svo frá viðurstyggilegum dýrum sem kölluð eru nákettir. Þeir hafa þann sið að grafa sig í kirkjugarða og rífa í sig lík. Svo vel þrifust þeir á þessari fæðu að þeir urðu stundum jafn stórir og hundar, sauðir og jafnvel naut. Fólk var því ekki einu sinni óhult fyrir kvikindunum í dauðanum. Eftir svolitla skoðun á kattasögnum þjóðarinnar komst ég að því að líklega hafa sögur af þessum óða mannætuketti borist frá forfeðrum okkar á Bretlandseyjum. Það er að segja af því svæði sem forfeður okkar sóttu sér vinnufólk og íslenskar óvættir á borð við Banka-Bjögga og Bauga-Jón hafa herjað á saklaust fólk undanfarin ár.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun