Bilun í flugvél í Keflavík raskaði allri ferðaáætlun Valsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2008 22:12 Frá Leifsstöð. Kvennalið Vals lenti í hrakförum á leið sinni til Sala í Slóvakíu þar sem riðill liðsins í Evrópukeppninni hefst á fimmtudaginn. Flugtaki frá Keflavík í morgun seinkaði um meira en þrjá tíma og liðið var enn á leiðinni þegar Fréttablaðið heyrði í Elísabetu Gunnarsdóttur um kvöldmatarleytið. „Það var hætt við flugtak þegar vélin var að gefa í og var á leiðinni í loftið. Þér snarhemluðu og snéru við vegna einhverra bilunar. Við áttum að fara klukkan hálf átta í morgun en fórum ekki fyrr en klukkan ellefu þannig að það riðlaðist öll restin af ferðinni," segir Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfara Vals þegar Fréttablaðið náði í hana í rútu á leiðinni frá Vín í Austurríki til Sala í Slóvakíu. „Við eigum sem betur fer aukadag á morgun," sagði Elísabet en hún var enn að reyna að redda æfingu liðsins á morgun en það virðist vera sem að völlurinn sé aðeins laus fyrri hluta dagsins. „Við þurfum líka að reyna að ná öllu dótinu okkar á staðinn því það er einhvers staðar í Kaupmannahöfn. Við vonumst til þess að það komi allt til skila á morgun," sagði Elísabet en hópurinn flaug þaðan til Vín þar sem keyrt var síðan í rúma tvo klukkutíma í rútu til Sala. Valsliðið spilar sinn fyrsta leik í keppninni á fimmtudaginn þegar liðið mætir velsku meisturunum í Cardiff. Í riðlinum eru einnig gestgjafarnir frá Sala í Slóvakíu sem og Maccabi Holon frá Ísrael. Elísabet segir sínar stelpur vera einbeittar og þær ætli ekki að láta þennan erfiða ferðadag hafa áhrif á sig þegar komið er í leikina. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Kvennalið Vals lenti í hrakförum á leið sinni til Sala í Slóvakíu þar sem riðill liðsins í Evrópukeppninni hefst á fimmtudaginn. Flugtaki frá Keflavík í morgun seinkaði um meira en þrjá tíma og liðið var enn á leiðinni þegar Fréttablaðið heyrði í Elísabetu Gunnarsdóttur um kvöldmatarleytið. „Það var hætt við flugtak þegar vélin var að gefa í og var á leiðinni í loftið. Þér snarhemluðu og snéru við vegna einhverra bilunar. Við áttum að fara klukkan hálf átta í morgun en fórum ekki fyrr en klukkan ellefu þannig að það riðlaðist öll restin af ferðinni," segir Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfara Vals þegar Fréttablaðið náði í hana í rútu á leiðinni frá Vín í Austurríki til Sala í Slóvakíu. „Við eigum sem betur fer aukadag á morgun," sagði Elísabet en hún var enn að reyna að redda æfingu liðsins á morgun en það virðist vera sem að völlurinn sé aðeins laus fyrri hluta dagsins. „Við þurfum líka að reyna að ná öllu dótinu okkar á staðinn því það er einhvers staðar í Kaupmannahöfn. Við vonumst til þess að það komi allt til skila á morgun," sagði Elísabet en hópurinn flaug þaðan til Vín þar sem keyrt var síðan í rúma tvo klukkutíma í rútu til Sala. Valsliðið spilar sinn fyrsta leik í keppninni á fimmtudaginn þegar liðið mætir velsku meisturunum í Cardiff. Í riðlinum eru einnig gestgjafarnir frá Sala í Slóvakíu sem og Maccabi Holon frá Ísrael. Elísabet segir sínar stelpur vera einbeittar og þær ætli ekki að láta þennan erfiða ferðadag hafa áhrif á sig þegar komið er í leikina.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira