Innlent

Sjóminjasafnið í Reykjavík opnað á ný

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, opnaði Víkina í morgun. Með honum er Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, opnaði Víkina í morgun. Með honum er Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður.
Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík hefur verið opnað að nýju eftir endurbætur og stækkun. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði safnið í morgun. Safnið er nú opið almenningi. Við opnun Víkurinnar voru tekin í notkun ný og glæsileg salarkynni og opnaðar fimm sýningar sem rekja þróun og fiskveiða og strandmenningar landsmanna í aldanna rás.

 

Varðskipið Óðinn verður nú hluti af safninu. Skipið liggur við sérstaka bryggju safnsins og gefst gestum kostur á að skoða skipið undir leiðsögn. Óðinn á sér merka sögu og tók þátt í öllum þorskastríðunum á síðustu öld og fór að auki í fjölmarga björgunarleiðangra.

Einnig er dráttarbáturinn Magni við safnbryggjuna en hann er fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi í Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn. Sjóminjasafnið er staðsett í gamla frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR). Húsnæði Víkurinnar á sér því áhugaverða sögu sem fiskvinnslustöð og frystihús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×