Lífið

Ingibjörg Pálmadóttir þróar nýja tegund ferðaþjónustu

Óli Tynes skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir.
Ingibjörg Pálmadóttir.

Athafnakonan Ingibjörg Pálmadóttir hefur undanfarin fimm ár verið að þróa Boutique ferðaþjónustu. Í orðinu Boutique felst sérhönnun og persónuleg þjónusta. Boutique hótel eru stundum kölluð hönnunarhótel. Þau eru ekki hluti af stórum keðjum.

Snekkjan One O One

101 Hótelið í Reykjavík er af þeim toga, það var Ingibjörg sjálf sem sérhannaði það. Sömu sögu er að segja um Falcon 2000 einkaþotu og 44 metra snekkju sem var afhent fyrir nokkrum misserum. 101 er nokkurskonar vörumerki þessara hugmynda Ingibjargar.

Falcon 2000 þotan

Hótelið heitir náttúrlega 101, þotan er með það skráð á stélið og snekkjan ber nafnið One O One. Hún er smíðuð hjá Heesen skipasmíðastöðinni í Hollandi. Heesen sérhæfa sig í smíði vandaðra skipa og eigendurnir geta sérhannað innréttingar eftir sínu höfði.

Ýmsar leiðir eru til þess að samnýta rekstur hótels flugvélar og báts. Að því vinnur semsagt Ingibjörg og verður það kynnt þegar þar að kemur. Þetta er alfarið verkefni Ingibjargar og eiginmaður hennar Jón Ásgeir kemur þar hvergi nærri.

Ingibjörg segir þó að ef Jón Ásgeir fái löngun til þess að starfa í ferðabransanum geti hann hugsanlega fengið vinnu hjá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×