Innlent

Varnarmálastofnun lögfest

Guðjón Helgason skrifar

Frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga var samþykkt á Alþingi í dag. Samkvæmt nýju lögunum fer utanríkisráðherra með yfirstjórn varnarmála.

Sérstök varnarmálastofnun verður sett á laggirnar á grundvelli laganna. Hún sem tekur yfir starfsemi Ratsjárstofnunar og rekstur mannvirkja NATO á Ísland. Skipað verður í embætti forstjóra Varnarmálastofnunar frá 1. júní næstkomandi.

Verksvið á vettvangi varnarmála er afmarkað samkvæmt lögunum en utanríkisráðherra getur vikið frá þeim ef talið að brýnir varnarhagsmunir krefjist þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×