Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 14:10 Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan. Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu. Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu.
Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira