Íslenski boltinn

Valur Íslandsmeistari þriðja árið í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur vann sigur á Stjörnunni í dag.
Valur vann sigur á Stjörnunni í dag.
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu, þriðja árið í röð, eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferðinni.

Valur vann lokaleikinn sinn með átta mörkum gegn engu og tapaði aðeins einum leik allt tímabilið. Liðið fékk 51 stig í leikjunum átján, skoraði 91 mörk og fékk á sig fimmtán.

KR varð í öðru sæti með 48 stig og Breiðablik í því fimmta með 35. Þessi þrjú lið voru í sömu sætunum í mótslok í fyrra.

KR vann í dag 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en Breiðablik vann Fjölni, 4-1.

Þá vann Þór/KA Keflavík, 6-3 og Fylkir vann 3-0 sigur á HK/Víkingi.

HK/Víkingur og Fjölnir voru þegar fallin fyrir lokaumferðina.

Þetta er áttundi Íslandsmeistaratitill Vals en liðið á nokkuð langt í land með að jafna met Breiðabliks sem hefur alls fimmtán sinnum orðið Íslandsmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×