Ferðalag um hið ókunna 17. maí 2008 06:00 Skyr Lee Bob er listahópur sem tekur þátt í Ferðalagi á Austurlandi. Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfendum kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undirtónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum listahópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Austurland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfendum kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undirtónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum listahópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Austurland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp