Fótbolti

Ekkert sæti laust í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emmanuel Eboue verður í byrjunarliði Arsenal í kvöld.
Emmanuel Eboue verður í byrjunarliði Arsenal í kvöld.

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Spennan er þó í lágmarki þar sem þegar er ljóst hvaða lið eru komin áfram í sextán liða úrslitin. Aðeins er óljóst um sigurvegara í einhverjum riðlum.

Evrópumeistarar Manchester United taka á móti Álaborg. Tapi United ekki mun liðið jafna met Bayern München og Ajax með því að leika 19 leiki í röð í keppninni án þess að bíða ósigur.

Cristiano Ronaldo verður að öllum líkindum hvíldur og þá tekur Michael Carrick ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. Ben Foster og Gary Neville fá tækifæri í byrjunarliðinu en Paul Scholes verður á bekknum. Leikurinn verður í beinni á hliðarrás.

Aðalleikur kvöldsins á Stöð 2 Sport er viðureign Porto og Arsenal. Hinn umdeildi Emmanuel Eboue mun byrja leikinn á miðju Arsenal. Eboue var baulaður af velli gegn Wigan um síðustu helgi en Arsene Wenger hefur tröllatrú á honum og biður stuðningsmenn Arsenal að standa við bak leikmannsins.

Leikur Lyon og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:45 en þá má sjá hér að neðan.

E-riðill:

Celtic - Villarreal

Man Utd - Álaborg

F-riðill:

Lyon - Bayern München

Steaue Búkarest - Fiorentina

G-riðill:

Dynamo Kiev - Fenerbahce

Porto - Arsenal

H-riðill:

Juventus - BATE Borisov

Real Madrid - Zenit frá Pétursborg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×