Innlent

Viggó nærri uppseldur

Viggo "Aragorn" Mortensen.
Viggo "Aragorn" Mortensen.

Ljósmyndir leikarans Viggó Morthesen seldust nær upp þegar ljósmyndasýning hans var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag.

Það er ekki algengt að það sé fullt út úr dyrum þegar ljósmyndasýningar eru opnaðar hér á landi líkt og er hér í Grófrarhúsinu en það hefur kannski sitt að segja að sá sem var að opna þessa sýingu er hinn hálf danski leikari Viggó Morthesen.

Viggó á sér marga aðdáendur hér á landi og ef marka má þá sem mættu á sýninguna eru konur í meirihluta. En Viggó gaf sér góðan til að gefa þeim eiginhandaáritanir.

Viggó Morthesen hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og er kannski hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Aragorn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu.

Færri þekkja hins vegar ljósmyndir hans en Viggó segist njóta þess að skapa list hvaða formi sem hún er.

Alls eru hundrað og átta ljósmyndir á sýningunni og tók Viggó þær á ferðalögum sínum víðs vegar um heiminn og eru sumar myndanna teknar hér á landi.

Sýningin stendur í þrjá mánuði. Allar myndirnar eru til sölu og kosta á bilinu 30-40 þúsund. Allur ágóðinn rennur til Náttúruvendarsamtaka Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×