Gunnar Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík en það kemur fram á heimasíðu félagsins.
Gunnar hefur alla tíð leikið með Keflavík og er næstleikjahæsti leikmaður liðsins með tæplega 700 leiki. Hann var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar nú í vor er Keflavík varð Íslandsmeistari.
Hann hefrur leikið með Keflavík frá árinu 1993 og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu.