Sjaldheyrð verk á tónleikum 12. desember 2008 06:00 Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira