Woods og Rocco í bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2008 10:31 Tiger Woods fagnar fuglinum á átjándu holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Tiger gerði sér lítið fyrir og náði sér í fugl á átjándu og síðustu holunni í gær og tryggði sér þar með bráðabana gegn Mediate. Woods hefur unnið þrettán stórmót á ferlinum en Mediate aldrei. Lee Westwood átti möguleika að komast í bráðabanann en náði ekki að setja niður pútt á átjándu og varð því í þriðja sæti. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að hann myndi ná þessu," sagði Mediate sem er í 157. sæti heimslistans. „Ég verð því að byrja að undirbúa mig fyrir baráttuna á morgun. Hversu oft fá kylfingar tækifæri til að mæta besta kylfingi heims í bráðabana á opna bandaríska?" Þetta er í fyrsta sinn sem keppni á opna bandaríska meistaramótinu ræðst í bráðabana síðan að Retief Goosen bar sigurorð af Mark Brooks árið 2001. Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Tiger gerði sér lítið fyrir og náði sér í fugl á átjándu og síðustu holunni í gær og tryggði sér þar með bráðabana gegn Mediate. Woods hefur unnið þrettán stórmót á ferlinum en Mediate aldrei. Lee Westwood átti möguleika að komast í bráðabanann en náði ekki að setja niður pútt á átjándu og varð því í þriðja sæti. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að hann myndi ná þessu," sagði Mediate sem er í 157. sæti heimslistans. „Ég verð því að byrja að undirbúa mig fyrir baráttuna á morgun. Hversu oft fá kylfingar tækifæri til að mæta besta kylfingi heims í bráðabana á opna bandaríska?" Þetta er í fyrsta sinn sem keppni á opna bandaríska meistaramótinu ræðst í bráðabana síðan að Retief Goosen bar sigurorð af Mark Brooks árið 2001.
Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira