Haffi Haff syngur um Bin Laden 11. júlí 2008 05:00 Haffi haff sendir frá sér lagið Bin Laden. Fréttablaðið/Eyþór „Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag," segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. „Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum," segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. „Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann." Haffa skaut upp á stjörnuhimininn hérlendis með laginu Wiggle wiggle song eftir Svölu Björgvinsdóttur. Lagið sat í nokkrar vikur á toppi íslenska listans á FM957 og var geysivinsælt. „Það er ekki hægt að gera það og ekkert meira," segir Haffi sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Haffi er alinn upp í Bandaríkjunum en er alkominn til Íslands. „Auðvitað, ég er alveg fluttur hingað heim. Búinn að kaupa mér íbúð og er í fjórum vinnum hérna," segir Haffi. Hann segist vera rétt að byrja í tónlistinni en toppurinn sé ekki markmiðið. „Ég vil bara vinna við tónlist sama hvert það svo leiðir mig. Ég elska að vinna að tónlist og sef ekki mikið," segir hinn ofurhressi Haffi Haff sem mun frumflytja Bin Laden í Sjallanum á Akureyri í kvöld þar sem Merzedes Club spilar einnig. Haffi stígur á svið með Merzedes Club enda samdi hann eitt lag á plötu sveitarinnar. - shs Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag," segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. „Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum," segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. „Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann." Haffa skaut upp á stjörnuhimininn hérlendis með laginu Wiggle wiggle song eftir Svölu Björgvinsdóttur. Lagið sat í nokkrar vikur á toppi íslenska listans á FM957 og var geysivinsælt. „Það er ekki hægt að gera það og ekkert meira," segir Haffi sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Haffi er alinn upp í Bandaríkjunum en er alkominn til Íslands. „Auðvitað, ég er alveg fluttur hingað heim. Búinn að kaupa mér íbúð og er í fjórum vinnum hérna," segir Haffi. Hann segist vera rétt að byrja í tónlistinni en toppurinn sé ekki markmiðið. „Ég vil bara vinna við tónlist sama hvert það svo leiðir mig. Ég elska að vinna að tónlist og sef ekki mikið," segir hinn ofurhressi Haffi Haff sem mun frumflytja Bin Laden í Sjallanum á Akureyri í kvöld þar sem Merzedes Club spilar einnig. Haffi stígur á svið með Merzedes Club enda samdi hann eitt lag á plötu sveitarinnar. - shs
Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira