Selur ljósmyndir í Gleðibankanum 24. október 2008 05:00 Opnar gleðibankann í Kolaportinu. Jóhannes heldur ljósmyndasýninguna Gleðibankann í Kolaportinu um helgina og sýnir 100 ljósmyndir sem voru allar teknar í fyrrasumar. Fréttablaðið/Anton „Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman," segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir," útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlandslag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna," útskýrir Jóhannes. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd," segir Jóhannes að lokum. - ag Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman," segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir," útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlandslag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna," útskýrir Jóhannes. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd," segir Jóhannes að lokum. - ag
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira