Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir.
Grapevine Airwaves kemur út þrisvar sinnum og verður það fyrsta gefið út á föstudag. Blaðið verður skrifað á ensku og í því verða viðtöl við listamenn sem koma fram á hátíðinni, umfjöllun um tónleika sem fóru fram kvöldið áður, ásamt upplýsingum fyrir erlenda gesti hátíðarinnar.
Erlendir blaðamenn frá blöðum á borð við The Guardian og Kerrang! skrifa í blaðið. Þetta er fjórða árið í röð sem blaðið er gefið út og er það prentað í 15 þúsund eintökum. - fb

