Hlekkir hugarfarsins Jón Kaldal skrifar 19. júní 2008 08:00 Lítill fimm ára pjakkur var staddur með foreldrum sínum og systur á Austurvelli hinn 17. júní. Þangað var fjölskyldan komin til að fylgjast með setningu þjóðhátíðarinnar. Þegar forsætisráðherra og forseti lýðveldisins birtust hlið við hlið í kjölfar stúlku með blómsveig á leið að styttu Jóns Sigurðssonar, togaði snáðinn, sem skynjaði hátíðleika augnabliksins, í föður sinn og spurði: „Pabbi, eru þeir að fara að gifta sig?" Þótt ungi maðurinn hafi ekki átt kollgátuna í þetta skiptið var þetta fallega hugsað hjá honum. Ennþá skemmtilegra er að spurning hans gefur sérstaklega ánægjulega innsýn í íslenska þjóðarsál. Það er örugglega ekki í mörgum öðrum löndum svo komið að litlum börnum þyki það sjálfsögð hugmynd að tveir sparibúnir karlmenn, sem ganga hlið við hlið, séu mögulega á leið í hnapphelduna. Fordómalaust viðhorf þess stutta er lýsandi fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar. Horfnir eru þeir hlekkir hugarfarsins, sem kæfðu tilhugsunina um að eitthvað óeðlilegt væri við að konur gætu elskað konur og karlar elskað karla. Þessi hugarfarsbreyting er afrakstur stórstígra framfara í réttindabaráttu samkynhneigðra undanfarin ár. Vendipunktur varð 1996 þegar sett voru lög sem gáfu einstaklingum af sama kyni kost á að stofna til þess sem kallað er staðfest samvist. Fyrir tveimur árum var bætt um betur og samþykkt á Alþingi frumvarp um bætta réttarstöðu samkynhneigðra. Þar með var að baki sú mismunun sem samkynhneigðir höfðu mátt þola frammi fyrir lögunum. Við Íslendingar erum sem sagt komnir lengra á þessa braut jafnréttis en flestar aðrar þjóðir. Þegar kemur að jafnrétti kvenna og karla er ástandið hins vegar ekki jafn jákvætt. Því miður er staða kvenkynsins veik víða á áberandi stöðum samfélagsins. Konur eru til dæmis í minnihluta á Alþingi og í stjórnum sveitarfélaga. Og ekki stendur einkageirinn sig betur. Þar eru hlutfallslega fáar konur í stjórnunarstöðum og stjórnum fyrirtækja. Það er þó ekki eins og konur séu ekki í aðalhlutverkum í öðrum lykilstörfum samfélagsins. Þegar kemur að umönnun veikra og aldraðra og gæslu og menntun barna eru það þær sem axla ábyrgðina að stærstum hluta. Hið opinbera lagði drjúga hönd á að auka skriðþunga jafnréttisbaráttu samkynhneigðra með því að jafna stöðu þeirra frammi fyrir lögunum. Sýndi ríkisvaldið þar meiri náungakærleika en til dæmis þjóðkirkjan hefur treyst sér til, enn þann dag í dag. Ekki er hægt að fara sömu lagaleið til að rétta hlut kvenna. Konur og karlar eru nú þegar jöfn fyrir lögum. Ríkisvaldið hefur hins vegar í hendi sér að bæta stöðu þeirra stóru kvennastétta, sem eru að langstærstu leyti í opinberri þjónustu, og minnst er á hér fyrir ofan. Launamunurinn milli þessara hefðbundnu kvennastétta og flestra annarra er allt of mikill. Ýmsar stórar kvennastéttir eiga enn eftir að ljúka sínum kjarasamningum. Á þessum hátíðisdegi kvenréttinda er tilvalið að festa sér í huga að viðhorf fulltrúa ríkisins í þeim samningaviðræðum hlýtur að varpa ljósi á raunverulegan áhuga ríkisstjórnarinnar á því að leggja sitt af mörkum við að jafna stöðu kynjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Lítill fimm ára pjakkur var staddur með foreldrum sínum og systur á Austurvelli hinn 17. júní. Þangað var fjölskyldan komin til að fylgjast með setningu þjóðhátíðarinnar. Þegar forsætisráðherra og forseti lýðveldisins birtust hlið við hlið í kjölfar stúlku með blómsveig á leið að styttu Jóns Sigurðssonar, togaði snáðinn, sem skynjaði hátíðleika augnabliksins, í föður sinn og spurði: „Pabbi, eru þeir að fara að gifta sig?" Þótt ungi maðurinn hafi ekki átt kollgátuna í þetta skiptið var þetta fallega hugsað hjá honum. Ennþá skemmtilegra er að spurning hans gefur sérstaklega ánægjulega innsýn í íslenska þjóðarsál. Það er örugglega ekki í mörgum öðrum löndum svo komið að litlum börnum þyki það sjálfsögð hugmynd að tveir sparibúnir karlmenn, sem ganga hlið við hlið, séu mögulega á leið í hnapphelduna. Fordómalaust viðhorf þess stutta er lýsandi fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar. Horfnir eru þeir hlekkir hugarfarsins, sem kæfðu tilhugsunina um að eitthvað óeðlilegt væri við að konur gætu elskað konur og karlar elskað karla. Þessi hugarfarsbreyting er afrakstur stórstígra framfara í réttindabaráttu samkynhneigðra undanfarin ár. Vendipunktur varð 1996 þegar sett voru lög sem gáfu einstaklingum af sama kyni kost á að stofna til þess sem kallað er staðfest samvist. Fyrir tveimur árum var bætt um betur og samþykkt á Alþingi frumvarp um bætta réttarstöðu samkynhneigðra. Þar með var að baki sú mismunun sem samkynhneigðir höfðu mátt þola frammi fyrir lögunum. Við Íslendingar erum sem sagt komnir lengra á þessa braut jafnréttis en flestar aðrar þjóðir. Þegar kemur að jafnrétti kvenna og karla er ástandið hins vegar ekki jafn jákvætt. Því miður er staða kvenkynsins veik víða á áberandi stöðum samfélagsins. Konur eru til dæmis í minnihluta á Alþingi og í stjórnum sveitarfélaga. Og ekki stendur einkageirinn sig betur. Þar eru hlutfallslega fáar konur í stjórnunarstöðum og stjórnum fyrirtækja. Það er þó ekki eins og konur séu ekki í aðalhlutverkum í öðrum lykilstörfum samfélagsins. Þegar kemur að umönnun veikra og aldraðra og gæslu og menntun barna eru það þær sem axla ábyrgðina að stærstum hluta. Hið opinbera lagði drjúga hönd á að auka skriðþunga jafnréttisbaráttu samkynhneigðra með því að jafna stöðu þeirra frammi fyrir lögunum. Sýndi ríkisvaldið þar meiri náungakærleika en til dæmis þjóðkirkjan hefur treyst sér til, enn þann dag í dag. Ekki er hægt að fara sömu lagaleið til að rétta hlut kvenna. Konur og karlar eru nú þegar jöfn fyrir lögum. Ríkisvaldið hefur hins vegar í hendi sér að bæta stöðu þeirra stóru kvennastétta, sem eru að langstærstu leyti í opinberri þjónustu, og minnst er á hér fyrir ofan. Launamunurinn milli þessara hefðbundnu kvennastétta og flestra annarra er allt of mikill. Ýmsar stórar kvennastéttir eiga enn eftir að ljúka sínum kjarasamningum. Á þessum hátíðisdegi kvenréttinda er tilvalið að festa sér í huga að viðhorf fulltrúa ríkisins í þeim samningaviðræðum hlýtur að varpa ljósi á raunverulegan áhuga ríkisstjórnarinnar á því að leggja sitt af mörkum við að jafna stöðu kynjanna.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun