Hver er stefnan? Björn Ingi Hrafnsson skrifar 4. september 2008 06:15 Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana á Alþingi á þriðjudag var í senn fróðleg og gagnleg við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum þjóðarbúskap. Almennt sýnast aðilar á markaði fagna tíðindum af erlendu láni til styrkingar gjaldeyrisforða Seðlabankans, þótt upphæðin sé ekki ýkja há, og taka viljann fyrir verkið. Flestir þeirra kjörnu fulltrúa, sem þátt tóku í umræðunum, sýndu þá skynsemi að draga ekki úr alvarleika málsins og ræða heldur mögulega viðspyrnu, en þegar kom að gamalkunnri grundvallarspurningu um aðgerðir til að örva hér hagvöxt á nýjan leik sýndist sitt hverjum. Og ekki sýndist ágreiningur um þau mál minnstur innan ríkisstjórnarinnar og millum oddvita hennar. „Við núverandi aðstæður tel ég afar mikilvægt að frá pólitíkinni komi alveg skýr rödd um hvert ferðinni sé heitið," sagði Bjarni Benediktsson alþingismaður í viðtali við hann og Illuga Gunnarsson í Markaði Fréttablaðsins í júlí. Þeir félagar hvöttu þá ákaft til frekari stóriðjuframkvæmda og vöruðu sérstaklega við misvísandi skilaboðum frá landsstjórninni í þeim efnum: „Það má engum blandast um það hugur að það sé stjórnvöldum á Íslandi hugnanlegt að þau verði að veruleika. Hik og hálfkák er það síðasta sem við þurfum á að halda," sagði Bjarni einnig. Forsætisráðherra tók undir þessi sjónarmið í opnuviðtali við Markaðinn í fyrri mánuði og ítrekaði þau á Alþingi í fyrradag, er hann sagði að við yrðum að nýta það sem okkur hefði verið gefið sem þjóð. „Ekkert verður til úr engu. Allir þjóðir heims kappkosta að nýta auðlindir sínar á sem hagkvæmastan og skynsamlegastan hátt. Við getum ekki verið undantekning þar á," sagði Geir H. Haarde og bætti við að besta leiðin til að vinna sig út úr tímabundnum erfiðleikum væri að framleiða, framleiða og aftur framleiða, eins og hann orðaði það. „Auðlindir eru lítils virði nema þær séu nýttar á hagkvæman máta og engin þjóð hefur efni á að vannýta auðlindir sínar," sagði hann enn fremur. Þetta eru býsna skýr skilaboð og myndu teljast algjörlega afdráttarlaus ef ekki hefði verið fyrir þá sök að skömmu síðar sté hinn oddviti stjórnarflokkanna í pontu Alþingis og virtist ekki alveg á sama máli. Þvert á móti sagði formaður Samfylkingarinnar að nýting orkulindanna ætti að vera mótuð á langtímastefnu, en væri ekki „hagstjórnarákvörðun til skamms tíma". Svo sagði utanríkisráðherra: „Auðlindirnar okkar eru þarna. Þær hlaupa ekki frá okkur. Verðmæti þeirra mun aukast ef eitthvað er og þess vegna þurfum við alltaf að tryggja að við nýtum þær með besta mögulega hætti og að besta verðið fáist sem fáanlegt er á hverjum tíma." Hafi umræður um efnahagsmál átt að skýra sameiginlega orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar er ljóst að það tókst ekki. Greinilega eru tvö sjónarmið uppi. Annars vegar telur forsætisráðherra að örva eigi strax hagvöxt með því að nýta orkuauðlindirnar, en utanríkisráðherra telur hins vegar að slíkt gangi ekki sem hagstjórnarákvörðun og ekkert liggi á, auðlindirnar hlaupi ekki frá okkur. Iðnaðarráðherra sýndi í umræðum um orkumál á þingi í gær, að hann er einarður talsmaður frekari uppbyggingar og skynsamlegrar nýtingar. Hann veit enda sem er, að engum vafa er undirorpið, að miklu getur skipt um efnahagslegan styrk þjóðarbúsins til næstu framtíðar, hvort sjónarmiðið verður ofan á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana á Alþingi á þriðjudag var í senn fróðleg og gagnleg við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum þjóðarbúskap. Almennt sýnast aðilar á markaði fagna tíðindum af erlendu láni til styrkingar gjaldeyrisforða Seðlabankans, þótt upphæðin sé ekki ýkja há, og taka viljann fyrir verkið. Flestir þeirra kjörnu fulltrúa, sem þátt tóku í umræðunum, sýndu þá skynsemi að draga ekki úr alvarleika málsins og ræða heldur mögulega viðspyrnu, en þegar kom að gamalkunnri grundvallarspurningu um aðgerðir til að örva hér hagvöxt á nýjan leik sýndist sitt hverjum. Og ekki sýndist ágreiningur um þau mál minnstur innan ríkisstjórnarinnar og millum oddvita hennar. „Við núverandi aðstæður tel ég afar mikilvægt að frá pólitíkinni komi alveg skýr rödd um hvert ferðinni sé heitið," sagði Bjarni Benediktsson alþingismaður í viðtali við hann og Illuga Gunnarsson í Markaði Fréttablaðsins í júlí. Þeir félagar hvöttu þá ákaft til frekari stóriðjuframkvæmda og vöruðu sérstaklega við misvísandi skilaboðum frá landsstjórninni í þeim efnum: „Það má engum blandast um það hugur að það sé stjórnvöldum á Íslandi hugnanlegt að þau verði að veruleika. Hik og hálfkák er það síðasta sem við þurfum á að halda," sagði Bjarni einnig. Forsætisráðherra tók undir þessi sjónarmið í opnuviðtali við Markaðinn í fyrri mánuði og ítrekaði þau á Alþingi í fyrradag, er hann sagði að við yrðum að nýta það sem okkur hefði verið gefið sem þjóð. „Ekkert verður til úr engu. Allir þjóðir heims kappkosta að nýta auðlindir sínar á sem hagkvæmastan og skynsamlegastan hátt. Við getum ekki verið undantekning þar á," sagði Geir H. Haarde og bætti við að besta leiðin til að vinna sig út úr tímabundnum erfiðleikum væri að framleiða, framleiða og aftur framleiða, eins og hann orðaði það. „Auðlindir eru lítils virði nema þær séu nýttar á hagkvæman máta og engin þjóð hefur efni á að vannýta auðlindir sínar," sagði hann enn fremur. Þetta eru býsna skýr skilaboð og myndu teljast algjörlega afdráttarlaus ef ekki hefði verið fyrir þá sök að skömmu síðar sté hinn oddviti stjórnarflokkanna í pontu Alþingis og virtist ekki alveg á sama máli. Þvert á móti sagði formaður Samfylkingarinnar að nýting orkulindanna ætti að vera mótuð á langtímastefnu, en væri ekki „hagstjórnarákvörðun til skamms tíma". Svo sagði utanríkisráðherra: „Auðlindirnar okkar eru þarna. Þær hlaupa ekki frá okkur. Verðmæti þeirra mun aukast ef eitthvað er og þess vegna þurfum við alltaf að tryggja að við nýtum þær með besta mögulega hætti og að besta verðið fáist sem fáanlegt er á hverjum tíma." Hafi umræður um efnahagsmál átt að skýra sameiginlega orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar er ljóst að það tókst ekki. Greinilega eru tvö sjónarmið uppi. Annars vegar telur forsætisráðherra að örva eigi strax hagvöxt með því að nýta orkuauðlindirnar, en utanríkisráðherra telur hins vegar að slíkt gangi ekki sem hagstjórnarákvörðun og ekkert liggi á, auðlindirnar hlaupi ekki frá okkur. Iðnaðarráðherra sýndi í umræðum um orkumál á þingi í gær, að hann er einarður talsmaður frekari uppbyggingar og skynsamlegrar nýtingar. Hann veit enda sem er, að engum vafa er undirorpið, að miklu getur skipt um efnahagslegan styrk þjóðarbúsins til næstu framtíðar, hvort sjónarmiðið verður ofan á.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun