ÍR og GRV eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Landsbankadeild kvenna að ári en liðin höfðu betur í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í dag.
ÍR vann 3-0 sigur á Hetti á útivelli í dag á meðan að GRV vann 3-1 heimasigur á Völsungi.
Liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn og ræðst þá hvaða lið keppa til úrslita um deildarmeistaratitilinn og tryggja sér þar með sæti í Landsbankadeild kvenna að ári.
ÍR varð í efsta sæti A-riðils 1. deildar kvenna með 33 stig en GRV í því öðru með 25 stig.
Völsungur varð í efsta sæti B-riðilsins með 31 stig og Höttur í því öðru með 28 stig.