Innlent

Frjálslyndar konur mótmæltu kvótakerfinu

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum stóð fyrir mótmælum gegn kvótakerfinu í dag.

Félagar í Frjálslynda flokknum, ásamt konunum, báru borða með slagorðum gegn kvótakerfinu.

Fólkið safnaðist saman við stjórnarráðið um klukkan eitt eftir hádegi. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður landssambandsins sagði að Frjálslyndi flokkurinn hefði ekki áður svo hún vissi staðið fyrir mótmælum gegn kvótakerfinu.

Taldi hún að sjómannadagurinn væri einmitt kjörinn til þess að mótmæla því óréttlæti sem kvótakerfið hefði leitt yfir byggðir landsins. Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins spjallaði við göngumenn.

Gangan lagði af stað um hálf tvö og var gengið Austurstræti. Gangan tók svo stefnuna á hafnarbakkann, fram hjá Landsbankanum og Kolaportinu. Vefsíðustjóra xf.is taldist til að um fimmtíu manns hefðu tekið þátt í göngunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×