Innlent

Íslenskur skiptinemi við geimferjuskot -myndband

Discovery skotið á loft.
Discovery skotið á loft. MYND/Eyrún Inga Jóhannsdóttir

Geimskutlunni Discovery var skotið á loft frá Kennedy geimferðastöðinni í Flórída í gær.

Meðal gesta í heiðursstúkunni var Eyrún Inga Jóhannsdóttir frá Akureyri sem er skiptinemi í Bandaríkjunum. Hún tók meðfylgjandi ljósmynd af geimskotinu.

Með Eyrúnu í heiðursstúkunni voru foreldrar og ættingjar geimfaranna sex. Hún hitti meðal annars guðforeldra Karen Nyberg, sem er eina konan um borð í Discovery. Þetta er 25. ferð Discovery út í geiminn.

Ferðinni er heitið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í Discovery er meðal annars japönsk rannsóknarstað og japanskur vísindamaður sem verður í geimstöðinni í hálft ár.

Meðfylgjandi er myndband frá NASA af skoti geimferjunnar. Smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×