Að sigra heiminn Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 22. október 2008 06:00 Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir. Þegar sannleikurinn síast inn taka við innri átök og miklar tilfinningasveiflur með allskyns líkamlegum einkennum. Í fyllingu tímans og með ýmsum frávikum og útúrdúrum mjakast sálin aftur í skorður og lagar sig að breyttum aðstæðum. Svona í stuttu máli. Afsakið yfirlætið. Á meðan allir voru enn roggnir yfir undrum íslenskrar útrásar vorum við stoltir afkomendur víkinga sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Eftir fyrsta kjaftshögg kreppunnar er orðið ljóst að við vorum því miður bara aumir kóarar. Með stöku undantekningum erum við ennþá dreifð um miðbik hins sálfræðilega áfallakvarða þar sem allskyns tilfinningar gera vart við sig. Skúrkunum fjölgar dag frá degi og teljast nú til slíkra ekki bara þeir sem komu okkur í þessa klípu heldur líka þau sem trúðu að sviðsmyndin væri alvöru landslag. Á einni nóttu breyttist Range Rover úr sönnun velgengni í tákn steigurlætis og glæstar sumarhallir urðu sem brennimark á enni eigendanna. Allskyns fólk fann sig knúið til að tíunda jafnvel opinberlega eignaleysi sitt og eldgamla árgerð heimilisbílsins. Íslenskar hefðir hófust til vegs og virðingar á ný eins og hendi væri veifað, skyndilega varð virkilega töff að taka slátur og helst leggja í súr. Núorðið má meira að segja tala um íslenska fánann sem sameiningartákn án þess að nokkur nefni þjóðernishyggju eða fasisma einu orði. Framhaldinu á viðtöku þessarar fúlu kreppu getum við ráðið sjálf að sumu leyti því vissulega fylgja henni fleiri kostir en útbreidd kunnátta í sláturgerð. Til dæmis hefur verið bent á að dásemdir heimilisins felist í fleiru en mínimalískri hönnun og ódýr dægradvöl geti verið skemmtileg. Sá kraftur sem leysist úr læðingi þarf ekki að fara forgörðum í sameiginlegu hatri á meintum ódæðismönnum, heldur er hægt að nýta okkur öllum til framdráttar. Helmingur þjóðarinnar, sá hluti sem byrjar á kven-, hefur verið vannýtt auðlind. Nú er lag að stokka spilin upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun
Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir. Þegar sannleikurinn síast inn taka við innri átök og miklar tilfinningasveiflur með allskyns líkamlegum einkennum. Í fyllingu tímans og með ýmsum frávikum og útúrdúrum mjakast sálin aftur í skorður og lagar sig að breyttum aðstæðum. Svona í stuttu máli. Afsakið yfirlætið. Á meðan allir voru enn roggnir yfir undrum íslenskrar útrásar vorum við stoltir afkomendur víkinga sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Eftir fyrsta kjaftshögg kreppunnar er orðið ljóst að við vorum því miður bara aumir kóarar. Með stöku undantekningum erum við ennþá dreifð um miðbik hins sálfræðilega áfallakvarða þar sem allskyns tilfinningar gera vart við sig. Skúrkunum fjölgar dag frá degi og teljast nú til slíkra ekki bara þeir sem komu okkur í þessa klípu heldur líka þau sem trúðu að sviðsmyndin væri alvöru landslag. Á einni nóttu breyttist Range Rover úr sönnun velgengni í tákn steigurlætis og glæstar sumarhallir urðu sem brennimark á enni eigendanna. Allskyns fólk fann sig knúið til að tíunda jafnvel opinberlega eignaleysi sitt og eldgamla árgerð heimilisbílsins. Íslenskar hefðir hófust til vegs og virðingar á ný eins og hendi væri veifað, skyndilega varð virkilega töff að taka slátur og helst leggja í súr. Núorðið má meira að segja tala um íslenska fánann sem sameiningartákn án þess að nokkur nefni þjóðernishyggju eða fasisma einu orði. Framhaldinu á viðtöku þessarar fúlu kreppu getum við ráðið sjálf að sumu leyti því vissulega fylgja henni fleiri kostir en útbreidd kunnátta í sláturgerð. Til dæmis hefur verið bent á að dásemdir heimilisins felist í fleiru en mínimalískri hönnun og ódýr dægradvöl geti verið skemmtileg. Sá kraftur sem leysist úr læðingi þarf ekki að fara forgörðum í sameiginlegu hatri á meintum ódæðismönnum, heldur er hægt að nýta okkur öllum til framdráttar. Helmingur þjóðarinnar, sá hluti sem byrjar á kven-, hefur verið vannýtt auðlind. Nú er lag að stokka spilin upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun