Leiðsögn listamanns 4. september 2008 04:15 Rými og umlykjandi rými Verk eftir Sigrúnu Ólafsdóttur. Yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Ólafsdóttur var opnuð í lok ágústmánaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Það er fréttnæmt í sjálfu sér, en ekki er síður fréttnæmt að listáhugafólki býðst að ganga með Sigrúnu sjálfri um sýninguna í kvöld kl. 20 og hlýða á leiðsögn hennar. Sköpunarkraftur Sigrúnar hefur einkum beinst að skúlptúrverkum og teikningum. Hún býr nú og starfar í Þýskalandi og nýtur talsverðrar velgengni þar; henni hefur meðal annars verið falið að gera stór verk fyrir opinberar byggingar, banka og einkafyrirtæki. Verk hennar eru afar fjölbreytileg, bæði í hugsun og í útfærslu. Leiðarstef hennar er þrívíddarhluturinn og verk hennar vísa sífellt til rýmis á slíkan hátt að segja mætti að hún skilgreini það að nýju. Í innsetningum hennar eru til að mynda mörkin milli verksins sjálfs og rýmisins umhverfis það afmáð með áhrifamiklum hætti. Að undanförnu hefur Sigrún unnið að röð teikninga sem líta ber á sem sjálfstæðar skúlptúrteikningar. Í þeim gegnir línan einnig lykilhlutverki í myndbyggingunni og skapar hugmyndalega samsvörun við skúlptúrverkin. Teikningarnar sem hún hefur gert allra síðustu árin eru afar stórar og unnar með túss og gifsblöndu á striga sem telst nokkuð óvenjulegt efnisval. Synd væri að láta þessa áhugaverðu leiðsögn framhjá sér fara. - vþ Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Ólafsdóttur var opnuð í lok ágústmánaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Það er fréttnæmt í sjálfu sér, en ekki er síður fréttnæmt að listáhugafólki býðst að ganga með Sigrúnu sjálfri um sýninguna í kvöld kl. 20 og hlýða á leiðsögn hennar. Sköpunarkraftur Sigrúnar hefur einkum beinst að skúlptúrverkum og teikningum. Hún býr nú og starfar í Þýskalandi og nýtur talsverðrar velgengni þar; henni hefur meðal annars verið falið að gera stór verk fyrir opinberar byggingar, banka og einkafyrirtæki. Verk hennar eru afar fjölbreytileg, bæði í hugsun og í útfærslu. Leiðarstef hennar er þrívíddarhluturinn og verk hennar vísa sífellt til rýmis á slíkan hátt að segja mætti að hún skilgreini það að nýju. Í innsetningum hennar eru til að mynda mörkin milli verksins sjálfs og rýmisins umhverfis það afmáð með áhrifamiklum hætti. Að undanförnu hefur Sigrún unnið að röð teikninga sem líta ber á sem sjálfstæðar skúlptúrteikningar. Í þeim gegnir línan einnig lykilhlutverki í myndbyggingunni og skapar hugmyndalega samsvörun við skúlptúrverkin. Teikningarnar sem hún hefur gert allra síðustu árin eru afar stórar og unnar með túss og gifsblöndu á striga sem telst nokkuð óvenjulegt efnisval. Synd væri að láta þessa áhugaverðu leiðsögn framhjá sér fara. - vþ
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira