Einleikur Jóns Atla vekur athygli ytra 30. nóvember 2008 08:00 Verk sem á við Djúpið er einleikur Jóns Atla um mann sem lendir í sjóskaða. Hann neyðist til að synda í land, eitthvað sem erlend leikhús telja lýsandi fyrir ástand Íslands um þessar mundir. MYND/fréttablaðið/Valli Jón Atli Jónasson frumsýnir eftir áramót einleik sinn Djúpið. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með hlutverk manns sem lendir í skip-skaða og þarf að synda til lands. Á meðan sundinu stendur horfist skipbrotsmaðurinn í augu við það sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Þrátt fyrir að Djúpið hafi ekki komið fyrir augu Íslendinga hafa erlendir aðilar sýnt því mikinn áhuga. Skosk, sænsk og dönsk leikhús hafa þegar tryggt sér sýningarréttinn og er verið að vinna í því að koma verkinu á dagskrá þar. „Þeim finnst þetta vera nokkurn veginn lýsandi fyrir stöðu íslensku þjóðarinnar um þessar mundir," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta verður í fyrsta skipti sem Jón Atli leikstýrir sjálfur. Hann viðurkennir að það sé hálfpartinn ástæðan fyrir skrifunum, hann hafi viljað reyna fyrir sér í leikstjórastólnum. „Annars gaukaði Reynir Lyngdal þessari hugmynd að mér fyrir um ári og þetta hefur verið að mallast í kollinum á mér síðan þá," útskýrir Jón. Sjálfur var leikskáldið til sjós á sínum „yngri" árum en segist aldrei hafa óttast að lenda í skipskaða. „Hins vegar voru menn með mér um borð sem sváfu í björgunarvestum," segir Jón Atli. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að sjóslys og mannskaðar úti á hafi markað djúp spor í íslenska sögu. „Þetta er eitthvað sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, alveg frá því að við rerum út á opnum árabátum," segir Jón en í verkinu er ekki heldur gert lítið úr þætti kvenna í lífi sjómanna. „Það eru náttúrlega ekki bara mennirnir sem lögðu allt í sölurnar heldur líka eiginkonurnar. Konan keyrði manninn sinn niður á bryggju og hann fór á sjóinn. Hún sá síðan um að ala upp börnin, halda heimilinu gangandi og vann kannski sjálf í frystihúsinu." Jón Atli er sammála því að umhverfið sem nú er að rísa upp sé ákaflega frjór jarðvegur fyrir íslenska listamenn. Hann bætir því við að menn geti ekki horft framhjá öllum þeim breytingum sem hafa átt sér stað og munu eiga sér stað og verði að taka þær með í reikninginn. „Ég nefni bara sem dæmi að ég er að fara að sýna með Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við getum ekkert hundsað þessar breytingar og hvernig aðstæður hafa breyst síðan við skrifuðum undir samninginn. Þetta er jú bara eins og múrinn hafi fallið," segir Jón.-fgg Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jón Atli Jónasson frumsýnir eftir áramót einleik sinn Djúpið. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með hlutverk manns sem lendir í skip-skaða og þarf að synda til lands. Á meðan sundinu stendur horfist skipbrotsmaðurinn í augu við það sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Þrátt fyrir að Djúpið hafi ekki komið fyrir augu Íslendinga hafa erlendir aðilar sýnt því mikinn áhuga. Skosk, sænsk og dönsk leikhús hafa þegar tryggt sér sýningarréttinn og er verið að vinna í því að koma verkinu á dagskrá þar. „Þeim finnst þetta vera nokkurn veginn lýsandi fyrir stöðu íslensku þjóðarinnar um þessar mundir," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta verður í fyrsta skipti sem Jón Atli leikstýrir sjálfur. Hann viðurkennir að það sé hálfpartinn ástæðan fyrir skrifunum, hann hafi viljað reyna fyrir sér í leikstjórastólnum. „Annars gaukaði Reynir Lyngdal þessari hugmynd að mér fyrir um ári og þetta hefur verið að mallast í kollinum á mér síðan þá," útskýrir Jón. Sjálfur var leikskáldið til sjós á sínum „yngri" árum en segist aldrei hafa óttast að lenda í skipskaða. „Hins vegar voru menn með mér um borð sem sváfu í björgunarvestum," segir Jón Atli. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að sjóslys og mannskaðar úti á hafi markað djúp spor í íslenska sögu. „Þetta er eitthvað sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, alveg frá því að við rerum út á opnum árabátum," segir Jón en í verkinu er ekki heldur gert lítið úr þætti kvenna í lífi sjómanna. „Það eru náttúrlega ekki bara mennirnir sem lögðu allt í sölurnar heldur líka eiginkonurnar. Konan keyrði manninn sinn niður á bryggju og hann fór á sjóinn. Hún sá síðan um að ala upp börnin, halda heimilinu gangandi og vann kannski sjálf í frystihúsinu." Jón Atli er sammála því að umhverfið sem nú er að rísa upp sé ákaflega frjór jarðvegur fyrir íslenska listamenn. Hann bætir því við að menn geti ekki horft framhjá öllum þeim breytingum sem hafa átt sér stað og munu eiga sér stað og verði að taka þær með í reikninginn. „Ég nefni bara sem dæmi að ég er að fara að sýna með Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við getum ekkert hundsað þessar breytingar og hvernig aðstæður hafa breyst síðan við skrifuðum undir samninginn. Þetta er jú bara eins og múrinn hafi fallið," segir Jón.-fgg
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira