Óður Birtu til jarðarinnar 11. september 2008 04:00 Birta Guðjónsdóttir opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira