Endurreisnin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. nóvember 2008 08:56 Með sanni verður ekki sagt að gangur stjórnarsamstarfsins hafi verið vakur síðustu daga. Einörð afstaða formanns Samfylkingarinnar sýnist hafa ráðið því að flokkurinn hvarf ekki úr stjórnarsamstarfinu eftir ræðu talsmanns bankastjórnar Seðlabankans í Viðskiptaráðinu á dögunum. Markmið hennar var að grafa undan ríkisstjórninni. Úr vöndu er að ráða fyrir báða stjórnarflokkana. Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa miklu fylgi en kjósendur hans fylgja ríkisstjórninni býsna fast. Samfylkingin vinnur á en stuðningur kjósenda hennar við stjórnarsamstarfið dvínar verulega. Forystumenn beggja flokkanna eru því í klemmu. Hún horfir hins vegar við hvorum þeirra um sig með ólíkum hætti. Evrópumálin eru vandi beggja. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ljúka endurmati á hagsmunum Íslands í janúar. Efnahagsþróun á Íslandi á komandi tíð og staða landsins í samfélagi þjóðanna getur þannig ráðist á næstu vikum í því ferli. Kosningar nú myndu brjóta það ferli upp. Kjósi Samfylkingin að hlaupa út úr stjórnarsamstarfinu og knýja fram kosningar blasir þrennt við: Hún myndi að líkindum bæta við sig fylgi. Ríkisstjórnarsamstarf við VG væri rökrétt og nánast óhjákvæmilegt. Málefnalega yrði Samfylkingin hins vegar að kyngja því að ýta niðurstöðu um Evrópumálin út af borðinu eitt kjörtímabil í viðbót. Flest bendir til að formaður Samfylkingarinnar hafi gert sér betur grein fyrir þessari stöðu en þeir ráðherrar sem sögðust vilja yfirgefa stjórnarsamstarfið og fara í kosningar. Það þarf bæði áræðni og forystuhæfileika til að taka málefni fram yfir sýnda veiði í skoðanakönnunum á óróatímum. Á sama hátt verður endurmatið ekki vandalaust fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins. Á hennar herðum hvílir mikil ábyrgð. Það er þörf á skýrri leiðsögn. Fólkið kallar á breiða samstöðu um þann grundvöll sem framtíðarsýn um stöðugleika, hagvöxt og velferð á að rísa upp af. Evrópusamstarf um nýja mynt er einn af uppistöðuþráðunum í þeim vef. Hér eru nú tugir erlendra lögmanna að kaupa eignir út úr íslenskum fyrirtækjum. Erlendar ráðningastofur kalla til sín Íslendinga til starfa erlendis. Þetta er ekki sú framtíðarsýn sem nokkur maður vill sjá. Það eru hins vegar engin einföld og þægileg ráð til. Athyglisvert er að þeir sem vilja kjósa strax hafa ekki verið á undan öðrum með að kynna skýrar hugmyndir um hvernig á að standa að málum við endurreisnina. Við blasir að á fyrri hluta næsta árs þarf að móta þær meginlínur sem fara á eftir til þess að ná aftur jöfnuði í rekstri ríkissjóðs. Í hvaða hlutföllum á að skera niður og auka tekjur? Hvernig á að byggja upp heilbrigt viðskiptabankakerfi? Hvernig á að hleypa súrefni á ný inn í atvinnufyrirtækin? Á Ísland að standa eitt og sér eða hasla sér völl í alþjóðlegri samvinnu eins og grannþjóðirnar hafa gert? Skilaboðin frá fundi Samfylkingarinnar um helgina um að hagsmunir fólksins í landinu séu mikilvægari flokkshagsmunum eru skýr. Forysta Sjálfstæðisflokksins getur tekið þau sem áskorun um að tefla úr þeirri stöðu sem stjórnarsamstarfið er í. Fyrir þjóðina væri best að stjórnin varðaði leið fyrir breiðan stuðning áhrifamestu aflanna í þjóðfélaginu að nýrri endurreisnaráætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Með sanni verður ekki sagt að gangur stjórnarsamstarfsins hafi verið vakur síðustu daga. Einörð afstaða formanns Samfylkingarinnar sýnist hafa ráðið því að flokkurinn hvarf ekki úr stjórnarsamstarfinu eftir ræðu talsmanns bankastjórnar Seðlabankans í Viðskiptaráðinu á dögunum. Markmið hennar var að grafa undan ríkisstjórninni. Úr vöndu er að ráða fyrir báða stjórnarflokkana. Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa miklu fylgi en kjósendur hans fylgja ríkisstjórninni býsna fast. Samfylkingin vinnur á en stuðningur kjósenda hennar við stjórnarsamstarfið dvínar verulega. Forystumenn beggja flokkanna eru því í klemmu. Hún horfir hins vegar við hvorum þeirra um sig með ólíkum hætti. Evrópumálin eru vandi beggja. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ljúka endurmati á hagsmunum Íslands í janúar. Efnahagsþróun á Íslandi á komandi tíð og staða landsins í samfélagi þjóðanna getur þannig ráðist á næstu vikum í því ferli. Kosningar nú myndu brjóta það ferli upp. Kjósi Samfylkingin að hlaupa út úr stjórnarsamstarfinu og knýja fram kosningar blasir þrennt við: Hún myndi að líkindum bæta við sig fylgi. Ríkisstjórnarsamstarf við VG væri rökrétt og nánast óhjákvæmilegt. Málefnalega yrði Samfylkingin hins vegar að kyngja því að ýta niðurstöðu um Evrópumálin út af borðinu eitt kjörtímabil í viðbót. Flest bendir til að formaður Samfylkingarinnar hafi gert sér betur grein fyrir þessari stöðu en þeir ráðherrar sem sögðust vilja yfirgefa stjórnarsamstarfið og fara í kosningar. Það þarf bæði áræðni og forystuhæfileika til að taka málefni fram yfir sýnda veiði í skoðanakönnunum á óróatímum. Á sama hátt verður endurmatið ekki vandalaust fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins. Á hennar herðum hvílir mikil ábyrgð. Það er þörf á skýrri leiðsögn. Fólkið kallar á breiða samstöðu um þann grundvöll sem framtíðarsýn um stöðugleika, hagvöxt og velferð á að rísa upp af. Evrópusamstarf um nýja mynt er einn af uppistöðuþráðunum í þeim vef. Hér eru nú tugir erlendra lögmanna að kaupa eignir út úr íslenskum fyrirtækjum. Erlendar ráðningastofur kalla til sín Íslendinga til starfa erlendis. Þetta er ekki sú framtíðarsýn sem nokkur maður vill sjá. Það eru hins vegar engin einföld og þægileg ráð til. Athyglisvert er að þeir sem vilja kjósa strax hafa ekki verið á undan öðrum með að kynna skýrar hugmyndir um hvernig á að standa að málum við endurreisnina. Við blasir að á fyrri hluta næsta árs þarf að móta þær meginlínur sem fara á eftir til þess að ná aftur jöfnuði í rekstri ríkissjóðs. Í hvaða hlutföllum á að skera niður og auka tekjur? Hvernig á að byggja upp heilbrigt viðskiptabankakerfi? Hvernig á að hleypa súrefni á ný inn í atvinnufyrirtækin? Á Ísland að standa eitt og sér eða hasla sér völl í alþjóðlegri samvinnu eins og grannþjóðirnar hafa gert? Skilaboðin frá fundi Samfylkingarinnar um helgina um að hagsmunir fólksins í landinu séu mikilvægari flokkshagsmunum eru skýr. Forysta Sjálfstæðisflokksins getur tekið þau sem áskorun um að tefla úr þeirri stöðu sem stjórnarsamstarfið er í. Fyrir þjóðina væri best að stjórnin varðaði leið fyrir breiðan stuðning áhrifamestu aflanna í þjóðfélaginu að nýrri endurreisnaráætlun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun