Víkingur Heiðar leikur einleik 3. desember 2008 06:00 Víkingur Heiðar kemur heim með lofaða túlkun sína á Bartók. Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á morgun. Þar mun hinn ungi píanómeistari leika píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók. Víkingur vann einmitt einleikarakeppni við hinn virta Juilliard-tónlistarskóla 2008 og var valinn úr stórum hópi píanóleikara til að leika píanókonsert Bartóks með Juilliard-hljómsveitinni í hinum fræga tónleikasal Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur leikur þennan konsert á Íslandi. Auk konsertsins eru á efnisskrá tónleikanna tvö verk eftir Beethoven; sinfónía nr. 8 og Leonóru-forleikurinn. Hljómsveitarstjóri er Michal Dworzynski sem hefur haslað sér völl sem einn fremsti hljómsveitarstjóri Póllands. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Víkingur Heiðar Ólafsson (f. 1984) þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands sextán ára gamall þegar hann lék Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjajkovskíj. Síðan hefur hann komið reglulega fram með hljómsveitinni og leikið konserta eftir Beethoven, Jón Nordal, Prokofiev, Ravel, Rakmaninoff og Sjostakovitsj. Auk þess hefur hann haldið fjölda einleikstónleika, m.a. á Spáni, í Frakklandi, Færeyjum og Bandaríkjunum og leikið einleik með Caput-hópnum, Blásarasveit Reykjavíkur og Ungfóníu. Víkingur kom í fyrsta sinn fram með Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík 2006 og stjórnaði hljómsveitinni frá flyglinum í Píanókonserti K. 503 eftir Mozart. Víkingur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, m.a. fyrstu verðlaun í Píanókeppni EPTA á Íslandi árið 2000, Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 í flokknum Bjartasta vonin, American-Scandinavian Society Cultural Grant árið 2005 og Carl Roeder-verðlaunin fyrir píanóleik frá Juilliard-skólanum árið 2006. Hann hefur notið fjárhagslegs stuðnings úr Minningarsjóði Birgis Einarssonar apótekara undanfarin ár. Víkingur hefur tekið virkan þátt í flutningi samtímatónlistar á undanförnum árum. Haustið 2006 frumflutti hann Píanókonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson á Norrænum músíkdögum auk þess sem hann frumflutti á Íslandi Horntríó eftir György Ligeti ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Stefáni Jóni Bernharðssyni. Víkingur hóf píanónám hjá móður sinni, Svönu Víkingsdóttur. Hann stundaði síðar nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur hjá Erlu Stefánsdóttur og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Peter Maté. Hann lauk einleikarapófi frá Tónlistarskólanum árið 2001 og hélt út til náms við Juilliard-tónlistarháskólann í New York, þaðan sem hann lauk bakkalárprófi vorið 2006 undir handleiðslu Jerome Lowenthal og meistaraprófi 2008 undir leiðsögn Roberts McDonald. Víkingur bar sigur úr býtum í konsertakeppni Juilliard-skólans 2008 með 3. píanókonserti Bartóks og lék hann í kjölfarið á tónleikum með Juilliard-hljómsveitinni í Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 sem flytjandi ársins í flokki Sígildrar og samtímatónlistar. - pbb Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á morgun. Þar mun hinn ungi píanómeistari leika píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók. Víkingur vann einmitt einleikarakeppni við hinn virta Juilliard-tónlistarskóla 2008 og var valinn úr stórum hópi píanóleikara til að leika píanókonsert Bartóks með Juilliard-hljómsveitinni í hinum fræga tónleikasal Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur leikur þennan konsert á Íslandi. Auk konsertsins eru á efnisskrá tónleikanna tvö verk eftir Beethoven; sinfónía nr. 8 og Leonóru-forleikurinn. Hljómsveitarstjóri er Michal Dworzynski sem hefur haslað sér völl sem einn fremsti hljómsveitarstjóri Póllands. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Víkingur Heiðar Ólafsson (f. 1984) þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands sextán ára gamall þegar hann lék Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjajkovskíj. Síðan hefur hann komið reglulega fram með hljómsveitinni og leikið konserta eftir Beethoven, Jón Nordal, Prokofiev, Ravel, Rakmaninoff og Sjostakovitsj. Auk þess hefur hann haldið fjölda einleikstónleika, m.a. á Spáni, í Frakklandi, Færeyjum og Bandaríkjunum og leikið einleik með Caput-hópnum, Blásarasveit Reykjavíkur og Ungfóníu. Víkingur kom í fyrsta sinn fram með Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík 2006 og stjórnaði hljómsveitinni frá flyglinum í Píanókonserti K. 503 eftir Mozart. Víkingur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, m.a. fyrstu verðlaun í Píanókeppni EPTA á Íslandi árið 2000, Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 í flokknum Bjartasta vonin, American-Scandinavian Society Cultural Grant árið 2005 og Carl Roeder-verðlaunin fyrir píanóleik frá Juilliard-skólanum árið 2006. Hann hefur notið fjárhagslegs stuðnings úr Minningarsjóði Birgis Einarssonar apótekara undanfarin ár. Víkingur hefur tekið virkan þátt í flutningi samtímatónlistar á undanförnum árum. Haustið 2006 frumflutti hann Píanókonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson á Norrænum músíkdögum auk þess sem hann frumflutti á Íslandi Horntríó eftir György Ligeti ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Stefáni Jóni Bernharðssyni. Víkingur hóf píanónám hjá móður sinni, Svönu Víkingsdóttur. Hann stundaði síðar nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur hjá Erlu Stefánsdóttur og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Peter Maté. Hann lauk einleikarapófi frá Tónlistarskólanum árið 2001 og hélt út til náms við Juilliard-tónlistarháskólann í New York, þaðan sem hann lauk bakkalárprófi vorið 2006 undir handleiðslu Jerome Lowenthal og meistaraprófi 2008 undir leiðsögn Roberts McDonald. Víkingur bar sigur úr býtum í konsertakeppni Juilliard-skólans 2008 með 3. píanókonserti Bartóks og lék hann í kjölfarið á tónleikum með Juilliard-hljómsveitinni í Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 sem flytjandi ársins í flokki Sígildrar og samtímatónlistar. - pbb
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira