Coldplay prófar nýja liti Trausti Júlíusson skrifar 20. júní 2008 06:00 Fjórmenningarnir í Coldplay eru komnir með nýja plötu þrátt fyrir miklar annir við barneignir og bleiustúss að undanförnu. Nýja Coldplay-platan Viva La Vida or Death And All His Friends kom í verslanir í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og forvitnaðist um hvað þeir félagar hafa aðhafst síðan síðasta plata, X&Y, kom út fyrir þremur árum. Þegar Chris Martin tók við öðrum af tveimur Brit-verðlaunum sem Coldplay fékk fyrir þriðju plötuna sína, X&Y, í ársbyrjun 2006 þá sagði hann m.a.: „Þakka ykkur fyrir. Nú munum við ekki sjá ykkur í langan tíma... Okkar bíður mikið verk.” Metnaðurinn sem hefur einkennt Coldplay allan ferilinn hefur ekkert minnkað. Eftir X&Y, sem þótti ágæt en samt of lík fyrri plötunum, ákvað Chris að nú þyrfti sveitin aldeilis að leggja sig fram til að næsta plata yrði betri. Og nú er fjórða platan komin. Hún heitir því þunglamalega nafni Viva La Vida or Death and All His Friends og var tekin upp með tveimur upptökustjórum, Brian Eno og Markus Drays. Eno kallaður tilÞað hefur væntanlega ekki þótt sæta neinum stórtíðindum þegar Brian Eno gekk til liðs við Coldplay enda hefur hann um árabil verið einn helsti samstarfsmaður U2, sem Chris Martin horfir mikið til.Coldplay er ein stærsta hljómsveit heims og ein af vinsælustu sveitum breskrar tónlistarsögu. Hún hefur þegar selt yfir 30 milljón eintök af fyrstu plötunum sínum þremur Parachutes (2000), A Rush of Blood to the Head (2002) og X&Y (2005). Hún er vinsæl út um allan heim, þ.á.m. vestanhafs, en Bandaríkjamarkaður hefur oft reynst breskum tónlistarmönnum erfiður. Eftir gerð X&Y ákvað Chris Martin að Coldplay þyrfti að „prófa nýja liti“ á næstu plötu. Hann réð Brian Eno til að stjórna upptökunum, en þeir kynntust árið 2001. Eno, sem skemmti nýlega gestum Listahátíðar í Reykjavík með spjalli og fékk þá til að syngja saman, er einn af virtustu upptökustjórum síðustu áratuga. Hann hefur mikið starfað með U2 og stjórnaði m.a. upptökum á nokkrum af plötum Talking Heads. Chris og Eno tóku sér góðan tíma árið 2007 til að fara yfir aðferðafræði þess síðarnefnda án þess að taka nokkuð upp. Svo var farið í upptökur og á seinni stigum var öðrum upptökustjóra bætt í hópinn, Markus Drays, sem er þekktastur fyrir að hafa stjórnað upptökum á Neon Bible með Arcade Fire. Bjartsýnisnafn og bölsýnisnafnAuk þess að hafa unnið að nýju plötunni hafa meðlimir Coldplay hlaðið niður börnum á síðustu árum. Chris á tvö með Gwyneth Paltrow, tveggja og fjögurra ára, gítarleikarinn Jonny Buckland á eitt sex mánaða, trommuleikarinn Will Champion á eitt tveggja ára og nokkurra vikna gamla tvíbura og bassaleikarinn Guy Berryman á eitt 20 mánaða gamalt. Auk þess að vinna með Coldplay hefur Chris Martin unnið með tveimur af stærstu nöfnunum í hip-hop heiminum síðustu ár, Jay-Z og Kanye West. Um nafngiftina á nýju plötunni segir Chris að nöfnin séu tvö til að maður geti valið hvort hentar manni betur bjartsýnisnafnið (Viva La Vida!) eða bölsýnisnafnið (Death And All His Friends). Platan hefur fengið ágæta dóma. Aðkoma Enos hefur gefið tónlistinni meiri dýpt og platan er líka fjölbreyttari en fyrri plöturnar. Hljómborðsleikarinn og „fimmti Coldplay-meðlimurinn” Phil Harvey gerir góða hluti á plötunni og það sama má segja um fiðluleikarann sem setur svip á nokkur laganna. Vinsældirnar virðast líka ekkert vera að dvína, a.m.k. er fyrsta smáskífulagið Violet Hill vinsælasta lagið í íslensku útvarpi þegar þetta er skrifað. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nýja Coldplay-platan Viva La Vida or Death And All His Friends kom í verslanir í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og forvitnaðist um hvað þeir félagar hafa aðhafst síðan síðasta plata, X&Y, kom út fyrir þremur árum. Þegar Chris Martin tók við öðrum af tveimur Brit-verðlaunum sem Coldplay fékk fyrir þriðju plötuna sína, X&Y, í ársbyrjun 2006 þá sagði hann m.a.: „Þakka ykkur fyrir. Nú munum við ekki sjá ykkur í langan tíma... Okkar bíður mikið verk.” Metnaðurinn sem hefur einkennt Coldplay allan ferilinn hefur ekkert minnkað. Eftir X&Y, sem þótti ágæt en samt of lík fyrri plötunum, ákvað Chris að nú þyrfti sveitin aldeilis að leggja sig fram til að næsta plata yrði betri. Og nú er fjórða platan komin. Hún heitir því þunglamalega nafni Viva La Vida or Death and All His Friends og var tekin upp með tveimur upptökustjórum, Brian Eno og Markus Drays. Eno kallaður tilÞað hefur væntanlega ekki þótt sæta neinum stórtíðindum þegar Brian Eno gekk til liðs við Coldplay enda hefur hann um árabil verið einn helsti samstarfsmaður U2, sem Chris Martin horfir mikið til.Coldplay er ein stærsta hljómsveit heims og ein af vinsælustu sveitum breskrar tónlistarsögu. Hún hefur þegar selt yfir 30 milljón eintök af fyrstu plötunum sínum þremur Parachutes (2000), A Rush of Blood to the Head (2002) og X&Y (2005). Hún er vinsæl út um allan heim, þ.á.m. vestanhafs, en Bandaríkjamarkaður hefur oft reynst breskum tónlistarmönnum erfiður. Eftir gerð X&Y ákvað Chris Martin að Coldplay þyrfti að „prófa nýja liti“ á næstu plötu. Hann réð Brian Eno til að stjórna upptökunum, en þeir kynntust árið 2001. Eno, sem skemmti nýlega gestum Listahátíðar í Reykjavík með spjalli og fékk þá til að syngja saman, er einn af virtustu upptökustjórum síðustu áratuga. Hann hefur mikið starfað með U2 og stjórnaði m.a. upptökum á nokkrum af plötum Talking Heads. Chris og Eno tóku sér góðan tíma árið 2007 til að fara yfir aðferðafræði þess síðarnefnda án þess að taka nokkuð upp. Svo var farið í upptökur og á seinni stigum var öðrum upptökustjóra bætt í hópinn, Markus Drays, sem er þekktastur fyrir að hafa stjórnað upptökum á Neon Bible með Arcade Fire. Bjartsýnisnafn og bölsýnisnafnAuk þess að hafa unnið að nýju plötunni hafa meðlimir Coldplay hlaðið niður börnum á síðustu árum. Chris á tvö með Gwyneth Paltrow, tveggja og fjögurra ára, gítarleikarinn Jonny Buckland á eitt sex mánaða, trommuleikarinn Will Champion á eitt tveggja ára og nokkurra vikna gamla tvíbura og bassaleikarinn Guy Berryman á eitt 20 mánaða gamalt. Auk þess að vinna með Coldplay hefur Chris Martin unnið með tveimur af stærstu nöfnunum í hip-hop heiminum síðustu ár, Jay-Z og Kanye West. Um nafngiftina á nýju plötunni segir Chris að nöfnin séu tvö til að maður geti valið hvort hentar manni betur bjartsýnisnafnið (Viva La Vida!) eða bölsýnisnafnið (Death And All His Friends). Platan hefur fengið ágæta dóma. Aðkoma Enos hefur gefið tónlistinni meiri dýpt og platan er líka fjölbreyttari en fyrri plöturnar. Hljómborðsleikarinn og „fimmti Coldplay-meðlimurinn” Phil Harvey gerir góða hluti á plötunni og það sama má segja um fiðluleikarann sem setur svip á nokkur laganna. Vinsældirnar virðast líka ekkert vera að dvína, a.m.k. er fyrsta smáskífulagið Violet Hill vinsælasta lagið í íslensku útvarpi þegar þetta er skrifað.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira