Tæplega tvö þúsund tilkynningar hafa borist tryggingafélögum vegna tjóns eftir skjálftann á Suðurlandi. Tryggingafulltrúar hafa í dag gengið hús úr húsi til að eignatjón íbúa á skjálftasvæðinu.
Búast má við að margir dagar og jafnvel vikur líði áður en allt tjónið kemur í ljós. Stóru tryggingafélögin hafa öll aukið viðbúnað fyrir austan fjall.
Skrifstofur þeirra þar verða opnar um helgina og aukamannskapur hefur verið sendur frá Reykjavík til þess að sinna verkefnum.