Jólabasar listaspíra 5. desember 2008 06:00 Markaður Kling og Bang er opinn á morgun í gamla Samhjálparhúsinu við Hverfisgötu. Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöruhönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum. Margir af hönnuðunum bjóða upp á vöru sem ekki hefur verið til sölu áður. Þeirra á meðal er Áróra sem sýnir margrómaða kraga, í nýjum og eldri útsetningum, Eygló sýnir fatnað, m.a. útfærslur af jólakjól sem er til sýnis á jólakjólasýningu í Listasafni ASÍ, Helicopter sýnir aukahluti, klúta og fleira. Hidden goods býður upp á sínar undurfögru töskur, einnig í nýjum útsetningum sem ekki hafa sést áður. Hildur Yeoman selur jólakortin sín og útsaumaðar tískuteikningar. Einnig er hún með heklaðar púðluhundatöskur í nýjum litum, klúta og fatnað á góðu verði. María Kristín býður upp á yndisfagra skartgripi sem ekki hafa sést áður, hnýtta á ýmsa vegu. Svo nokkrir hönnuða séu nefndir sem verða með vörur sínar á basarnum. Kling og Bang gallerí býður upp á myndlistarverk eftir ýmsa listamenn; „verð á floti, fjárfesting til framtíðar" lofa þeir Klingarar. Einnig mun Útúrdúr, myndlistar- og bókaverslun, selja vörur og bókverk frá ýmsum íslenskum listamönnum. Tónlist er ekki undanskilin á jólabasar Kling og bang. Hljómsveitir á vegum Kimi records munu spila og selja plötur sínar. Þar á meðal eru Mr. Silla and Mongoose, Rósa Birgitta úr Sometime og jazzstrákarnir munu flytja okkur jólalög í djassútsetningum. Þau hyggja á útgáfu jólaplötu fyrir jólin. Jón Svavar Jósepsson mun einnig spila jólaslagara á nikkuna sína. Kling og Bang café verður með smákökur, gluhwein, kaffi og kakó á boðstólum. Eru allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag, sýna samstöðu og styrkja miðbæinn og íslenska framleiðslu fyrir jólin. - pbb Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöruhönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum. Margir af hönnuðunum bjóða upp á vöru sem ekki hefur verið til sölu áður. Þeirra á meðal er Áróra sem sýnir margrómaða kraga, í nýjum og eldri útsetningum, Eygló sýnir fatnað, m.a. útfærslur af jólakjól sem er til sýnis á jólakjólasýningu í Listasafni ASÍ, Helicopter sýnir aukahluti, klúta og fleira. Hidden goods býður upp á sínar undurfögru töskur, einnig í nýjum útsetningum sem ekki hafa sést áður. Hildur Yeoman selur jólakortin sín og útsaumaðar tískuteikningar. Einnig er hún með heklaðar púðluhundatöskur í nýjum litum, klúta og fatnað á góðu verði. María Kristín býður upp á yndisfagra skartgripi sem ekki hafa sést áður, hnýtta á ýmsa vegu. Svo nokkrir hönnuða séu nefndir sem verða með vörur sínar á basarnum. Kling og Bang gallerí býður upp á myndlistarverk eftir ýmsa listamenn; „verð á floti, fjárfesting til framtíðar" lofa þeir Klingarar. Einnig mun Útúrdúr, myndlistar- og bókaverslun, selja vörur og bókverk frá ýmsum íslenskum listamönnum. Tónlist er ekki undanskilin á jólabasar Kling og bang. Hljómsveitir á vegum Kimi records munu spila og selja plötur sínar. Þar á meðal eru Mr. Silla and Mongoose, Rósa Birgitta úr Sometime og jazzstrákarnir munu flytja okkur jólalög í djassútsetningum. Þau hyggja á útgáfu jólaplötu fyrir jólin. Jón Svavar Jósepsson mun einnig spila jólaslagara á nikkuna sína. Kling og Bang café verður með smákökur, gluhwein, kaffi og kakó á boðstólum. Eru allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag, sýna samstöðu og styrkja miðbæinn og íslenska framleiðslu fyrir jólin. - pbb
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira