Innlent

Bændur vilja flytja út fé á fæti

Óli Tynes skrifar
Sigurður Eyþórsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Sigurður Eyþórsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Landssamtök sauðfjárbænda eru að athuga möguleika á því að flytja út fé á fæti til slátrunar. Annaðhvort með skipum eða flugvélum. Einkum er horft til Bretlands og Noregs.

Sauðfjárbændur eru mjög óánægðir með verðlista sláturleyfishafa sem var birtur fyrir skömmu. Þeir telja sig þurfa miklu hærra verð en þar er boðið.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir í samtali við Bændablaðið að miðað við núverandi gengi sé afurðaverð sambærilegt eða hærra í nágrannalöndunum.

Því hafi þeirri hugmynd verið varpað fram að flytja sláturfé til útlanda. Sigurður segir að verið sé að kanna þetta mál, en engar niðurstöður liggi fyrir þessa stundina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×