Viðhafnarútgáfa á sígildri plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Hana-nú, er nýkomin út. Á plötunni er að finna lagið Tölum saman sem átti að vera á upphaflegu plötunni árið 1977 en heltist úr lestinni.
Lagið hefur hljómað ótt og títt í útvarpi að undanförnu enda var það endurunnið með þessa útgáfu í huga. Platan Hana-nú kemur út á hárréttum tíma því um síðustu helgi voru haldnir þrennir tónleikar í Laugardalshöllinni til heiðurs Vilhjálmi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá dauða hans.

