Evrópska liðið saxar á forskotið 21. september 2008 12:44 Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn. Bandaríkjamenn voru þremur vinningum yfir þegar keppni í fjórmenning hófst á degi tvö í gær. Staðan fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum. Ian Poulter og Justin Rose nældu í fyrsta vinning Evrópu með því að vinna Chad Campbell og Stewart Cink. Justin Leonard og Hunter Mahan sem unnu báða sína leiki fyrir Bandaríska liðið á föstudag voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Graeme McDowell og Angel Jimenez en viðureigninni lauk með jafntefli. Og dramatíkin var rétt að byrja. Phil Mickelson og Anthony Kim hefðu getað aukið forskot Bandaríkjanna aftur í þrjá vinninga en misstu niður fjögurra holu forskot á Henrik Stenson Englendinginn Oliver Wilson sem tryggði Evrópu annan vinninginn með 10 metra pútti á sautjándu holu. Jim Furyk og Kenny Perry unnu eina bandaríska sigurinn í fjórmenningnum þegar þeir lögðu Padraig Harrington og Robert Karlsson og þegar þarna var komið við sögu var staðan 7-5 fyrir Bandaríkjamenn þegar keppni í fjórleiknum hófst. Boo Weekley og J.B. Holmes voru fyrstir til að ljúka leik þegar þeir löguðu stöðuna aftur fyrir Bandaríkin með sigri á Lee Westwood and Soren Hansen. Mikil dramtaík ríkti í þremur síðustu viðureignunum þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Ben Curtis og Steve Stricker björguðu jafntefli gegn Garcia og Paul Casey á ævintýralegan hátt þegar Stricker náði fugli eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu á lokaholunni. En þá kom evrópskur sigur að nýju þegar Poulter og McDowell héldu út einnar holu forskot á Kenny Perry og Jim Furyk. Viðureign Henriks Stenson og Roberts Karlsson gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Hunter Mahan réði því hvort Bandaríkjamenn færu með þriggja eða tveggja vinninga forskot inn í lokadaginn. Þar var það Robert Karlsson sem bjargaði jafntefli fyrir Evrópu með fugli á lokaholunni. Staðan er því 9-7 fyrir Bandaríkin fyrir lokadaginn sem fram fer í dag en þá er leikinn tvímenningur. Bein útsending frá lokadeginum hefst á sport þrjú klukkan fjögur í dag en útsendingin færist yfir á Stöð 2 sport klukkan sex að lokinn útsendingu úr Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn. Bandaríkjamenn voru þremur vinningum yfir þegar keppni í fjórmenning hófst á degi tvö í gær. Staðan fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum. Ian Poulter og Justin Rose nældu í fyrsta vinning Evrópu með því að vinna Chad Campbell og Stewart Cink. Justin Leonard og Hunter Mahan sem unnu báða sína leiki fyrir Bandaríska liðið á föstudag voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Graeme McDowell og Angel Jimenez en viðureigninni lauk með jafntefli. Og dramatíkin var rétt að byrja. Phil Mickelson og Anthony Kim hefðu getað aukið forskot Bandaríkjanna aftur í þrjá vinninga en misstu niður fjögurra holu forskot á Henrik Stenson Englendinginn Oliver Wilson sem tryggði Evrópu annan vinninginn með 10 metra pútti á sautjándu holu. Jim Furyk og Kenny Perry unnu eina bandaríska sigurinn í fjórmenningnum þegar þeir lögðu Padraig Harrington og Robert Karlsson og þegar þarna var komið við sögu var staðan 7-5 fyrir Bandaríkjamenn þegar keppni í fjórleiknum hófst. Boo Weekley og J.B. Holmes voru fyrstir til að ljúka leik þegar þeir löguðu stöðuna aftur fyrir Bandaríkin með sigri á Lee Westwood and Soren Hansen. Mikil dramtaík ríkti í þremur síðustu viðureignunum þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Ben Curtis og Steve Stricker björguðu jafntefli gegn Garcia og Paul Casey á ævintýralegan hátt þegar Stricker náði fugli eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu á lokaholunni. En þá kom evrópskur sigur að nýju þegar Poulter og McDowell héldu út einnar holu forskot á Kenny Perry og Jim Furyk. Viðureign Henriks Stenson og Roberts Karlsson gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Hunter Mahan réði því hvort Bandaríkjamenn færu með þriggja eða tveggja vinninga forskot inn í lokadaginn. Þar var það Robert Karlsson sem bjargaði jafntefli fyrir Evrópu með fugli á lokaholunni. Staðan er því 9-7 fyrir Bandaríkin fyrir lokadaginn sem fram fer í dag en þá er leikinn tvímenningur. Bein útsending frá lokadeginum hefst á sport þrjú klukkan fjögur í dag en útsendingin færist yfir á Stöð 2 sport klukkan sex að lokinn útsendingu úr Landsbankadeildinni í knattspyrnu.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira