Stóru B-in tvö sameinast 3. desember 2008 06:00 Ekki í hagræðingarskyni Baggalútur og Buff virkja kraft heildarinnar. Fréttablaðið/arnþór Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Poppsveitirnar Buff og Baggalútur ætla að skella saman í stórdansleik á laugardaginn næstkomandi á Nasa. Er það kreppan, blessuð kreppan, sem lætur popparana þjappa sér svona saman? „Kreppan? Nei, það þarf nú enga kreppu til að menn vilji gera sér glaðan dag," segir Baggalúturinn Guðmundur Pálsson. „Við erum ekkert að sameinast í hagræðingarskyni. Frekar er þetta spurningin um að virkja þann rosalega kraft sem býr í heildinni." Hugmyndin kviknaði baksviðs á samstöðutónleikum Bubba Morthens þar sem báðar sveitirnar spiluðu. „Það þótti borðleggjandi að B-in tvö sameinuðust á einum flennitónleikum," segir Guðmundur. „Það hefur nefnilega alltaf verið náið og innilegt samband á milli þessara sveita og það samband fær að springa út á Nasa. Það má segja að þetta séu systrasveitir." Til kynningar og hátíðarbrigða hafa böndin gert ábreiður af hvort annars lögum. Baggalútur tekur Bufflagið „Í dag", sem er orðið að hressilegu diskóskotnu polka-schlager-lagi, og Buffið rennir sér í „Kósíkvöld í kvöld". „Þeir börðu það með Buff-hamrinum og útkoman er mögnuð og mergjuð með röddunum út í hið óendanlega," segir Guðmundur. Hann segir sveitirnar spila saman og hvort í sínu lagi á Nasa. Baggalútur hefur fleira fyrir stafni þessa dagana því nýtt aðventulag þeirra, „Það koma vonandi jól", byrjar að hljóma í vikunni. Fyrstu aðventutónleikar sveitarinnar fara svo fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Poppsveitirnar Buff og Baggalútur ætla að skella saman í stórdansleik á laugardaginn næstkomandi á Nasa. Er það kreppan, blessuð kreppan, sem lætur popparana þjappa sér svona saman? „Kreppan? Nei, það þarf nú enga kreppu til að menn vilji gera sér glaðan dag," segir Baggalúturinn Guðmundur Pálsson. „Við erum ekkert að sameinast í hagræðingarskyni. Frekar er þetta spurningin um að virkja þann rosalega kraft sem býr í heildinni." Hugmyndin kviknaði baksviðs á samstöðutónleikum Bubba Morthens þar sem báðar sveitirnar spiluðu. „Það þótti borðleggjandi að B-in tvö sameinuðust á einum flennitónleikum," segir Guðmundur. „Það hefur nefnilega alltaf verið náið og innilegt samband á milli þessara sveita og það samband fær að springa út á Nasa. Það má segja að þetta séu systrasveitir." Til kynningar og hátíðarbrigða hafa böndin gert ábreiður af hvort annars lögum. Baggalútur tekur Bufflagið „Í dag", sem er orðið að hressilegu diskóskotnu polka-schlager-lagi, og Buffið rennir sér í „Kósíkvöld í kvöld". „Þeir börðu það með Buff-hamrinum og útkoman er mögnuð og mergjuð með röddunum út í hið óendanlega," segir Guðmundur. Hann segir sveitirnar spila saman og hvort í sínu lagi á Nasa. Baggalútur hefur fleira fyrir stafni þessa dagana því nýtt aðventulag þeirra, „Það koma vonandi jól", byrjar að hljóma í vikunni. Fyrstu aðventutónleikar sveitarinnar fara svo fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira