Ólöf María Jónsdóttir, GK, bar sigur úr býtum á móti á Garðavelli á Akranesi í dag en mótið er hluti af Kaupþingsmótaröðinni.
Ólöf María lék á 79 höggum og var samtals á níu höggum yfir pari eftir keppnisdagana svo. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, lék best allra í dag, á 76 höggum. Hún var samtals á tíu höggum yfir pari.
Helena Árnadóttir, GR, varð í þriðja sæti á ellefu höggum yfir pari en hún lék á 77 höggum í dag. Nína Björk Geirsdóttir, GKj, varð svo fjórða á samtals ellefu höggum yfir pari og Þórdís Geirsdóttir, GK, fimmta, tveimur höggum á eftir Nínu.
Golf