Tónlistardagar Dómkirkjunnar 25. október 2008 04:00 Tónlist Hugi Guðmundsson tónskáld hefur samið verk fyrir Dómkórinn. Allt frá árinu 1982 hafa Tónlistardagar Dómkirkjunnar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur á haustdögum. Það er Dómkórinn og stjórnandi hans, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, sem standa fyrir Tónlistardögunum. Um er að ræða röð tónleika þar sem meðal annars er frumflutt nýtt verk sem er sérstaklega samið fyrir Tónlistardagana. Oftast hafa verið samin kórverk fyrir Dómkórinn, en þess eru einnig dæmi að samin hafi verið orgelverk. Að þessu sinni hefjast Tónlistardagarnir með hefðbundnum hætti með tónleikum í Dómkirkjunni á laugardag 25. október kl. 17. Þar frumflytur Dómkórinn kórverkið Aeterna lux divinitas eftir gest Tónlistardaganna, Huga Guðmundsson tónskáld, en auk þess verður flutt kór-, einsöngs- og orgeltónlist eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben sem lést fyrr á þessu ári en hann samdi á sínum tíma verk fyrir Dómkórinn. Auk Dómkórsins og Marteins tekur Anna Sigríður Helgadóttir altsöngkona þátt í þessum tónleikum. Daginn eftir, sunnudaginn 26. október, verður verk Huga endurflutt í hátíðarmessu á kirkjuvígsludegi Dómkirkjunnar en henni er að vanda útvarpað á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. - pbb Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Allt frá árinu 1982 hafa Tónlistardagar Dómkirkjunnar verið fastur liður í menningarlífi Reykjavíkur á haustdögum. Það er Dómkórinn og stjórnandi hans, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, sem standa fyrir Tónlistardögunum. Um er að ræða röð tónleika þar sem meðal annars er frumflutt nýtt verk sem er sérstaklega samið fyrir Tónlistardagana. Oftast hafa verið samin kórverk fyrir Dómkórinn, en þess eru einnig dæmi að samin hafi verið orgelverk. Að þessu sinni hefjast Tónlistardagarnir með hefðbundnum hætti með tónleikum í Dómkirkjunni á laugardag 25. október kl. 17. Þar frumflytur Dómkórinn kórverkið Aeterna lux divinitas eftir gest Tónlistardaganna, Huga Guðmundsson tónskáld, en auk þess verður flutt kór-, einsöngs- og orgeltónlist eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben sem lést fyrr á þessu ári en hann samdi á sínum tíma verk fyrir Dómkórinn. Auk Dómkórsins og Marteins tekur Anna Sigríður Helgadóttir altsöngkona þátt í þessum tónleikum. Daginn eftir, sunnudaginn 26. október, verður verk Huga endurflutt í hátíðarmessu á kirkjuvígsludegi Dómkirkjunnar en henni er að vanda útvarpað á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. - pbb
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira