Æft fyrir Edinborgarhátíð 9. júlí 2008 06:00 Hamrar Sýningu með áhorfendum Snorri Hergill athugar hvað er fyndið.Mynd/GUnnar Freyr Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorfendum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgarhátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edinborgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatónlistina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn.kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorfendum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgarhátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edinborgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatónlistina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn.kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira