Íslenski boltinn

Guðbjörg á leið í atvinnumennsku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn.
Guðbjörg Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Vals, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hún stefni á að spila erlendis á næsta tímabili.

Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 nú í morgun. Hún mun halda á næstunni til Svíþjóðar til að skoða aðstæður hjá Kristianstad en hún er einnig með samningstilboð frá Djurgården en bæði félög leika í sænsku úrvalsdeildinni.

Guðbjörg meiddist illa í vor þegar hún sleit hásin og gat af þeim sökum lítið spilað með Val í sumar.

Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, tók nýverið við liði Kristianstad og hefur Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, einnig verið orðuð við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×