Innlent

Icelandair í viðræðum við Boeing vegna tafa á afhendingu véla

Óli Tynes skrifar
Boeing 787 Dreamliner.
Boeing 787 Dreamliner.

Icelandair á í viðræðum við Boeing flugvélaverksmiðjurnar vegna tafa á afhendingu Boeing 787 Dreamliner flugvélanna.

Í gær tilkynnti Boeing í þriðja skipti um tafir á afhendingu. Fyrsta vélin á nú að koma til afgreiðslu á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Upphaflega átti að afhenda hana í næsta mánuði.

Yfir fimmtíu flugfélög hafa pantað samtals 892 Boeing 787. Mörg þeirra munu ætla að sækja skaðabætur í hendur framleiðandans fyrir tafirnar.

Icelandair pantaði fimm vélar af þessari gerð og undirritaði viljayfirlýsingu um kaup á fjórum til viðbótar. Félagið átti að fá fyrstu tvær vélarnar afhentar árið 2010.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við Vísi að þeir ættu í viðræðum við verksmiðjurnar um breytingar á afhendingu vélanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×