Viðskipti erlent

Slim kaupir í New York Times

Carlos Slim Helú, annar auðugasti maður í heimi.
Carlos Slim Helú, annar auðugasti maður í heimi. Mynd/AFP
Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helú hefur keypt 6,4 prósenta hlut í The New York Times Company, útgáfufélagi samnefnds dagblaðs. Slim situr í öðru sæti á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir auðugust einstaklinga í heimi, er rétt á eftir Warren Buffett, ríkasta manni í heimi. Eignir hans voru síðast taldnar metnar á 60 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 5.500 milljarða íslenskra króna. Buffett á sömuleiðis stóran hlut í Washington Post. Stutt er síðan auðkýfingurinn sagðist hafa áhuga á að kaupa hlut í blaðinu, að sögn Washington Post í dag. Samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar keypti Slim hlutina á 13,96 dali á hlut, samtals fyrir 127 milljónir dala. Það gerir 11,6 milljarða íslenskra króna. .





Fleiri fréttir

Sjá meira


×