Egill Jónasson mun ekki leika með Njarðvík á næsta tímabili þar sem hann mun halda til Danmerkur í nám.
Hann sagði í samtali við karfan.is að til greina kæmi að spila með öðru félaginu sem staðsett er í Horsens en hann verður þar í námi.
Horsens IC leikur í dönsku úrvalsdeildinni og Horsens BC í 2. deildinni. Halldór Karlsson leikur með síðarnefnda félaginu.