Úrræði í peningamálum Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 28. nóvember 2008 06:00 Reiði almennings vegna kreppunnar er skiljanleg. En því má ekki gleyma, að hún er alþjóðleg lánsfjárkreppa, sem bitnar ekki aðeins á Íslendingum. Víða annars staðar riða bankar til falls, fyrirtæki komast í þrot, fólk missir vinnuna. Við urðum harðar úti en aðrir af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi kom í ljós kerfisgalli á EES-samningnum. Samkvæmt honum var allt EES-svæðið eitt markaðssvæði, svo að ekki átti að skipta máli, hvar fyrirtæki hefði bækistöð. Þetta nýttu íslensku bankarnir sér, störfuðu víða og stækkuðu ört. En ekki voru gerðar fullnægjandi ráðstafanir á svæðinu til að tryggja þeim lausafé. Þegar á reyndi, neituðu seðlabankar á EES-svæðinu að hlaupa undir bagga. Bankarnir voru of stórir fyrir Ísland, þótt þeir væru það ekki fyrir EES-svæðið. Í öðru lagi kom Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, tveimur íslensku bankanna á kné, þegar hann stöðvaði starfsemi þeirra í Bretlandi og setti fjármálaráðuneytið íslenska og seðlabankann á opinberan lista um hryðjuverkasamtök. Hann neytti síðan með aðstoð ESB aflsmunar í því skyni að flytja stórkostlegar skuldir einkaaðila yfir á herðar íslensks almennings. Þegar bandarísk fjármálafyrirtæki gerðu hið sama og hann sakaði íslensku bankana um, höfðust bresk stjórnvöld hins vegar ekki að. Með því að gagnrýna Davíð Oddsson seðlabankastjóra er verið að hengja bakara fyrir smið. Hann hefur síðan 2006 varað við vexti bankanna án þess að gerðar væru fullnægjandi ráðstafanir til að tryggja þeim lausafé. Til eru næg gögn um þetta, þótt eðli málsins samkvæmt gæti Davíð ekki rætt málið opinberlega. Eflaust fóru bankarnir líka stundum að með kappi fremur en forsjá. Deila má um, hvort það skipulag peningamála, verðbólgumarkmið og sveigjanlegt gengi, sem staðið hefur frá 2000, hafi verið heppilegt. En hvers vegna hafa aðrar þjóðir, sem bjuggu við sama skipulag, ekki orðið eins hart úti? Og hefði útlánaþensla bankanna orðið minni, hefðum við notað evru og nýtt okkur lága vexti á evrusvæðinu? Hvað sem því líður, hefur verðfall krónunnar komið þeim skilaboðum til okkar, að við verðum að spara og kaupa frekar innlenda vöru en innflutta. Hefðum við notað evru nú, hefðu þessi skilaboð ekki borist. Ég hafna þeirri nauðhyggju, að nú sé aðeins tveggja kosta völ, að halda í krónuna og standa utan ESBeða taka upp evru og ganga í ESB. Til eru að minnsta kosti fjórir aðrir kostir í peningamálum. Einn er danska leiðin, að festa krónuna við evru. Önnur er leið Svartfjallalands, að nota evru án þess að spyrja kóng né prest. Þriðja leiðin er myntslátturáð, eins og notað er í Hong Kong. Þá myndi íslenski seðlabankinn gefa út krónur í hlutfalli við forða sinn af þeim gjaldmiðli, sem miðað er við (til dæmis evru eða dal). Fjórði kosturinn er að leyfa fólki að velja um þann gjaldmiðil, sem mikilvægir samningar eru gerðir í. Raunar hafa Íslendingar lengi búið við slíkt kerfi, því að þeir hafa gert alla mikilvæga samninga sína í öðrum gjaldmiðli, verðtryggðri krónu, en notað venjulega krónu til að greiða í stöðumæla. Þessi kosti þarf alla að skoða með hagsmuni íslensku þjóðarinnar fyrir augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun
Reiði almennings vegna kreppunnar er skiljanleg. En því má ekki gleyma, að hún er alþjóðleg lánsfjárkreppa, sem bitnar ekki aðeins á Íslendingum. Víða annars staðar riða bankar til falls, fyrirtæki komast í þrot, fólk missir vinnuna. Við urðum harðar úti en aðrir af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi kom í ljós kerfisgalli á EES-samningnum. Samkvæmt honum var allt EES-svæðið eitt markaðssvæði, svo að ekki átti að skipta máli, hvar fyrirtæki hefði bækistöð. Þetta nýttu íslensku bankarnir sér, störfuðu víða og stækkuðu ört. En ekki voru gerðar fullnægjandi ráðstafanir á svæðinu til að tryggja þeim lausafé. Þegar á reyndi, neituðu seðlabankar á EES-svæðinu að hlaupa undir bagga. Bankarnir voru of stórir fyrir Ísland, þótt þeir væru það ekki fyrir EES-svæðið. Í öðru lagi kom Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, tveimur íslensku bankanna á kné, þegar hann stöðvaði starfsemi þeirra í Bretlandi og setti fjármálaráðuneytið íslenska og seðlabankann á opinberan lista um hryðjuverkasamtök. Hann neytti síðan með aðstoð ESB aflsmunar í því skyni að flytja stórkostlegar skuldir einkaaðila yfir á herðar íslensks almennings. Þegar bandarísk fjármálafyrirtæki gerðu hið sama og hann sakaði íslensku bankana um, höfðust bresk stjórnvöld hins vegar ekki að. Með því að gagnrýna Davíð Oddsson seðlabankastjóra er verið að hengja bakara fyrir smið. Hann hefur síðan 2006 varað við vexti bankanna án þess að gerðar væru fullnægjandi ráðstafanir til að tryggja þeim lausafé. Til eru næg gögn um þetta, þótt eðli málsins samkvæmt gæti Davíð ekki rætt málið opinberlega. Eflaust fóru bankarnir líka stundum að með kappi fremur en forsjá. Deila má um, hvort það skipulag peningamála, verðbólgumarkmið og sveigjanlegt gengi, sem staðið hefur frá 2000, hafi verið heppilegt. En hvers vegna hafa aðrar þjóðir, sem bjuggu við sama skipulag, ekki orðið eins hart úti? Og hefði útlánaþensla bankanna orðið minni, hefðum við notað evru og nýtt okkur lága vexti á evrusvæðinu? Hvað sem því líður, hefur verðfall krónunnar komið þeim skilaboðum til okkar, að við verðum að spara og kaupa frekar innlenda vöru en innflutta. Hefðum við notað evru nú, hefðu þessi skilaboð ekki borist. Ég hafna þeirri nauðhyggju, að nú sé aðeins tveggja kosta völ, að halda í krónuna og standa utan ESBeða taka upp evru og ganga í ESB. Til eru að minnsta kosti fjórir aðrir kostir í peningamálum. Einn er danska leiðin, að festa krónuna við evru. Önnur er leið Svartfjallalands, að nota evru án þess að spyrja kóng né prest. Þriðja leiðin er myntslátturáð, eins og notað er í Hong Kong. Þá myndi íslenski seðlabankinn gefa út krónur í hlutfalli við forða sinn af þeim gjaldmiðli, sem miðað er við (til dæmis evru eða dal). Fjórði kosturinn er að leyfa fólki að velja um þann gjaldmiðil, sem mikilvægir samningar eru gerðir í. Raunar hafa Íslendingar lengi búið við slíkt kerfi, því að þeir hafa gert alla mikilvæga samninga sína í öðrum gjaldmiðli, verðtryggðri krónu, en notað venjulega krónu til að greiða í stöðumæla. Þessi kosti þarf alla að skoða með hagsmuni íslensku þjóðarinnar fyrir augum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun