Tilnefningar birtar til Þýðingarverðlaunanna Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 5. apríl 2008 06:00 Sigurður Pálsson er tilnefndur fyrir frábæra þýðingu á sálfræðitrylli. Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira