Eftirlitslaust eftirlit Jón Kaldal skrifar 1. apríl 2008 06:00 Heimildir lögreglunnar til að hafa eftirlit með fólki án vitneskju þess eru rúmar samkvæmt íslenskum lögum. Reyndar eru lagaákvæðin svo opin að þau virðast fremur vera sniðin að hagsmunum lögreglunnar en borgaranna. Til þess að útvega sér dómsúrskurð um símhleranir, ljósmyndun eða hreyfimyndaupptökur á laun þarf lögreglan að sýna fram á að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt: „a. að ástæða sé til að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þessum hætti," og „b. að rannsókn beinist að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi eða ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess." Þetta er ekki flókinn texti og nær fyrir vikið yfir víðfeðmt svið rannsókna á mögulegum afbrotum. Það er dómstóla að meta í hvert sinn hvort réttmætt sé að brjóta á einkalífi hinna grunuðu með eftirlitinu. Hér á landi beitir lögreglan símhlerunum fyrst og fremst í einum málaflokki, við rannsókn mögulegra fíkniefnabrota. Og hafa dómstólarnir verið mjög viljugir til að verða við óskum um hleranir við þær aðstæður. Í Fréttablaðinu í gær er sagt frá því að lögreglan hafi á síðasta ári sex sinnum fengið heimild til að hlera síma manns sem lá undir grun í tilteknu fíkniefnamáli. Að auki kom lögreglan fyrir svokölluðum eftirfararbúnaði í bíl mannsins og gat því fylgst með ferðum hans. Þegar til kastanna kom reyndist maðurinn ekki viðriðinn málið. Var hann þá búinn að sæta eftirliti svo vikum og mánuðum skipti. Í greinargerð lögreglunnar, sem lá til grundvallar hlerunarheimildunum, kemur fram að maðurinn á brotaferil að baki. Lítill vafi er á því að sú saga mannsins hefur haft sitt að segja þegar héraðsdómur heimilaði eftirlit með honum, sex sinnum í röð, án þess að neitt kæmi í ljós sem gæfi tilefni til handtöku eða ákæru. Þolinmæði okkar tíma gagnvart þeim sem mögulega stunda sölu og eða innflutning á fíkniefnum er af ákaflega skornum skammti. Það eru fáir tilbúnir að taka upp hanskann fyrir þá sem stunda slíka iðju. Engu að síður hlýtur það að vera umhugsunarefni ef lögreglan fær mjög frjálsar hendur til hlerana við rannsóknir fíkniefnamála. Slíkt andrúmsloft gagnvart hlerununum getur hæglega smitast milli málaflokka með tíð og tíma. Meðal þess sem er löngu tímabært að bæta úr er eftirlit með framkvæmd hlerana. Í ýmsum nágrannalöndum okkar er sá háttur hafður á að um leið og dómsúrskurður fellur er skipaður réttargæslumaður fyrir þann sem á að hlera. Réttargæslumaðurinn fylgist þá með því, að skjólstæðingi sínum óafvitandi, að ekki sé brotinn réttur á honum. Þetta er rökrétt fyrirkomulag og dregur úr tortryggni um farið sé frjálslega með hleranir. Löngu tímabært er að bæta eftirlit með framkvæmd hlerana. Í ýmsum nágrannalöndum okkar er sá háttur hafður á að um leið og dómsúrskurður fellur er skipaður réttargæslumaður fyrir þann sem á að hlera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Heimildir lögreglunnar til að hafa eftirlit með fólki án vitneskju þess eru rúmar samkvæmt íslenskum lögum. Reyndar eru lagaákvæðin svo opin að þau virðast fremur vera sniðin að hagsmunum lögreglunnar en borgaranna. Til þess að útvega sér dómsúrskurð um símhleranir, ljósmyndun eða hreyfimyndaupptökur á laun þarf lögreglan að sýna fram á að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt: „a. að ástæða sé til að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, fáist með þessum hætti," og „b. að rannsókn beinist að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi eða ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess." Þetta er ekki flókinn texti og nær fyrir vikið yfir víðfeðmt svið rannsókna á mögulegum afbrotum. Það er dómstóla að meta í hvert sinn hvort réttmætt sé að brjóta á einkalífi hinna grunuðu með eftirlitinu. Hér á landi beitir lögreglan símhlerunum fyrst og fremst í einum málaflokki, við rannsókn mögulegra fíkniefnabrota. Og hafa dómstólarnir verið mjög viljugir til að verða við óskum um hleranir við þær aðstæður. Í Fréttablaðinu í gær er sagt frá því að lögreglan hafi á síðasta ári sex sinnum fengið heimild til að hlera síma manns sem lá undir grun í tilteknu fíkniefnamáli. Að auki kom lögreglan fyrir svokölluðum eftirfararbúnaði í bíl mannsins og gat því fylgst með ferðum hans. Þegar til kastanna kom reyndist maðurinn ekki viðriðinn málið. Var hann þá búinn að sæta eftirliti svo vikum og mánuðum skipti. Í greinargerð lögreglunnar, sem lá til grundvallar hlerunarheimildunum, kemur fram að maðurinn á brotaferil að baki. Lítill vafi er á því að sú saga mannsins hefur haft sitt að segja þegar héraðsdómur heimilaði eftirlit með honum, sex sinnum í röð, án þess að neitt kæmi í ljós sem gæfi tilefni til handtöku eða ákæru. Þolinmæði okkar tíma gagnvart þeim sem mögulega stunda sölu og eða innflutning á fíkniefnum er af ákaflega skornum skammti. Það eru fáir tilbúnir að taka upp hanskann fyrir þá sem stunda slíka iðju. Engu að síður hlýtur það að vera umhugsunarefni ef lögreglan fær mjög frjálsar hendur til hlerana við rannsóknir fíkniefnamála. Slíkt andrúmsloft gagnvart hlerununum getur hæglega smitast milli málaflokka með tíð og tíma. Meðal þess sem er löngu tímabært að bæta úr er eftirlit með framkvæmd hlerana. Í ýmsum nágrannalöndum okkar er sá háttur hafður á að um leið og dómsúrskurður fellur er skipaður réttargæslumaður fyrir þann sem á að hlera. Réttargæslumaðurinn fylgist þá með því, að skjólstæðingi sínum óafvitandi, að ekki sé brotinn réttur á honum. Þetta er rökrétt fyrirkomulag og dregur úr tortryggni um farið sé frjálslega með hleranir. Löngu tímabært er að bæta eftirlit með framkvæmd hlerana. Í ýmsum nágrannalöndum okkar er sá háttur hafður á að um leið og dómsúrskurður fellur er skipaður réttargæslumaður fyrir þann sem á að hlera.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun