Friðsamleg sambúð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. mars 2008 06:00 Ef Vestmannaeyjar lýstu yfir sjálfstæði og kæmu sér upp eigin fána, eigin þjóðsöng og eigin landvættum - hvað myndum við hin gera? Sennilega ekki margt: ætli það yrði ekki aðallega bloggað um það? Í rauninni held ég að þjóðernisofstopi sé Íslendingum blessunarlega framandi; hugmyndir um sérstakt hlutverk Íslendinga í mannkynssögunni þykja aðallega fyndnar, og tali um yfirburði Íslendinga á einhverjum sviðum fylgir einatt glott út í annað.Hvar varst þú í Örlygsstaðabardaga?Íslensk þjóðerniskennd er að minnsta kosti afar tempruð í samanburði við þau ósköp sem íbúar Balkanskagans búa við. Þar þarf sama fólkið sem talar sama tungumálið og hefur búið saman frá aldaöðli að lifa sig inn í stækan fjandskap frá miðöldum.Sem er ámóta og að krefja mann sagna um það hvort hann styðji Ásbirninga eða Sturlunga í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Þó að Sturlunga heilli margan, svo að jafnvel megi þar tala um költ, þá hvarflar ekki að neinum að gera þá flokkadrætti sem þar er lýst að sínum: „Ertu Ásbirningur helvítið þitt!"...Það er helst að blossi hér upp þjóðerniskennd þegar Danir eru sérlega andstyggilegir í Börsen og öðrum blöðum. Svo rammt kveður að þjóðernissamstöðunni sem Dönum tekst að magna upp að við fáum samúð með hinum stríðöldu fressum Kaupþings og Glitnis sem sýnir vel hversu Dönum er ótrúlega lagið að sameina fólk gegn sér. Þjóðernisofstopi Dana er ekki síst merkilegt umhugsunarefni fyrir þá mannúðarmálfræðinga sem telja málrækt hættulega því Danir hafa verið sérlega hirðulausir um tungu sína.Lélegir í fótboltaÍslendingar eru fremur afslappaðir í þjóðargorgeirnum; við búum til dæmis svo vel að eiga eitt slakasta fótboltalandslið karla í heimi sem þar að auki þarf á undan hverjum leik að hlusta á og lifa sig inn í þjóðsöng þar sem hamrað er á smæð þjóðarinnar. Fátt er þjóðum meira þroskandi en að upplifa reglulega auðmýkingu á þeim vettvangi.Ættjarðarást er góð: það er gott að elska og það er vont að hata. Það er við hæfi að unna átthögum sínum og að sýna góða frændsemi. Það er líka vert að sýna tungu sinni og menningararfi hæfilega ræktarsemi og virðingu, án þess að fyllast ofurfjálgi. Enginn sýnir öðrum virðingu sem ekki hefur sjálfsvirðingu. Sá sem stoltur er af eigin menningu skilur stolt annarra af sinni menningu.Maður les það stundum að Íslendingar séu gríðarlegir rasistar og útlendingahatarar. Nú síðast er jafnan nefnd til sögunnar hóphystería unglinga í Keflavík í kjölfar hörmulegra atburða þar sem pólskur maður var sakaður um að hafa ekið á barn, og töldu sumir að samfélag Pólverja í bænum hefði slegið skjaldborg um hann; og dæmdu alla Pólverja sem hið versta fólk.Ég er ekki viss um að draga eigi of víðtækar ályktanir af þessu, og held þvert á móti að almennt talað ríki friðsamleg sambúð Íslendinga og annarra þjóða fólks hér á landi. Þrennt má hafa í huga: Íslendingar hafa margir þá hugmynd um sig að þjóðin sé hrífandi blanda af eiginleikum nokkurra þjóða, en ekki „hreinn stofn". Þeir telja sig komna af Norðmönnum og Keltum nokkurn veginn til helminga - og sumir nefna Herúla og jafnvel Pétta - og svo hafi átt sér stað umtalsverð blóðblöndun við suðrænni þjóðir vegna siglinga hingað.Annað: hér á landi er fólk metið eftir dugnaði - hvort sem okkur líkar betur eða verr. „Þetta er svo duglegt fólk" er algengasta hrósið um alls kyns innflytjendur, til dæmis Pólverja sem eru vel kynntir á Vestfjörðum og víðar. Þeir sem ganga rösklega fram í puðinu afla sér virðingar. Og loks: Ég hef einhvern grun um að íslensk ættjarðarást snúist um tilfinningu fyrir rými fremur en rasa, ást á víðáttunni og þeirri kennd að maður geti gert nánast það sem manni sýnist í öllu þessu plássi; og þar með tilfinningu einstaklingsins fyrir stað sínum í alheiminum en ekki í hjörðinni. Við séum í þeim skilningi öll Bjartur í Sumarhúsum. Útsýni er lykilatriði þegar fólk velur sér húsnæði, og hvergi á byggðu bóli er gaddavírinn jafn mikið í hávegum hafður sem hér á landi, þar sem menn afmarka sitt rými af slíku kappi að ásýnd landsins er sums staðar líkust myndum úr fyrri heimsstyrjöldinni með skurðum og gaddavír. Þessi tilfinning fyrir landinu er ekki bundin þjóðerni heldur aðstæðunum: að vera hér við ysta haf með allt þetta pláss. Og hver og einn sem hér sest að fær smám saman þessa kennd; að vera eitt með hafinu og landinu og himninum og rokinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Ef Vestmannaeyjar lýstu yfir sjálfstæði og kæmu sér upp eigin fána, eigin þjóðsöng og eigin landvættum - hvað myndum við hin gera? Sennilega ekki margt: ætli það yrði ekki aðallega bloggað um það? Í rauninni held ég að þjóðernisofstopi sé Íslendingum blessunarlega framandi; hugmyndir um sérstakt hlutverk Íslendinga í mannkynssögunni þykja aðallega fyndnar, og tali um yfirburði Íslendinga á einhverjum sviðum fylgir einatt glott út í annað.Hvar varst þú í Örlygsstaðabardaga?Íslensk þjóðerniskennd er að minnsta kosti afar tempruð í samanburði við þau ósköp sem íbúar Balkanskagans búa við. Þar þarf sama fólkið sem talar sama tungumálið og hefur búið saman frá aldaöðli að lifa sig inn í stækan fjandskap frá miðöldum.Sem er ámóta og að krefja mann sagna um það hvort hann styðji Ásbirninga eða Sturlunga í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Þó að Sturlunga heilli margan, svo að jafnvel megi þar tala um költ, þá hvarflar ekki að neinum að gera þá flokkadrætti sem þar er lýst að sínum: „Ertu Ásbirningur helvítið þitt!"...Það er helst að blossi hér upp þjóðerniskennd þegar Danir eru sérlega andstyggilegir í Börsen og öðrum blöðum. Svo rammt kveður að þjóðernissamstöðunni sem Dönum tekst að magna upp að við fáum samúð með hinum stríðöldu fressum Kaupþings og Glitnis sem sýnir vel hversu Dönum er ótrúlega lagið að sameina fólk gegn sér. Þjóðernisofstopi Dana er ekki síst merkilegt umhugsunarefni fyrir þá mannúðarmálfræðinga sem telja málrækt hættulega því Danir hafa verið sérlega hirðulausir um tungu sína.Lélegir í fótboltaÍslendingar eru fremur afslappaðir í þjóðargorgeirnum; við búum til dæmis svo vel að eiga eitt slakasta fótboltalandslið karla í heimi sem þar að auki þarf á undan hverjum leik að hlusta á og lifa sig inn í þjóðsöng þar sem hamrað er á smæð þjóðarinnar. Fátt er þjóðum meira þroskandi en að upplifa reglulega auðmýkingu á þeim vettvangi.Ættjarðarást er góð: það er gott að elska og það er vont að hata. Það er við hæfi að unna átthögum sínum og að sýna góða frændsemi. Það er líka vert að sýna tungu sinni og menningararfi hæfilega ræktarsemi og virðingu, án þess að fyllast ofurfjálgi. Enginn sýnir öðrum virðingu sem ekki hefur sjálfsvirðingu. Sá sem stoltur er af eigin menningu skilur stolt annarra af sinni menningu.Maður les það stundum að Íslendingar séu gríðarlegir rasistar og útlendingahatarar. Nú síðast er jafnan nefnd til sögunnar hóphystería unglinga í Keflavík í kjölfar hörmulegra atburða þar sem pólskur maður var sakaður um að hafa ekið á barn, og töldu sumir að samfélag Pólverja í bænum hefði slegið skjaldborg um hann; og dæmdu alla Pólverja sem hið versta fólk.Ég er ekki viss um að draga eigi of víðtækar ályktanir af þessu, og held þvert á móti að almennt talað ríki friðsamleg sambúð Íslendinga og annarra þjóða fólks hér á landi. Þrennt má hafa í huga: Íslendingar hafa margir þá hugmynd um sig að þjóðin sé hrífandi blanda af eiginleikum nokkurra þjóða, en ekki „hreinn stofn". Þeir telja sig komna af Norðmönnum og Keltum nokkurn veginn til helminga - og sumir nefna Herúla og jafnvel Pétta - og svo hafi átt sér stað umtalsverð blóðblöndun við suðrænni þjóðir vegna siglinga hingað.Annað: hér á landi er fólk metið eftir dugnaði - hvort sem okkur líkar betur eða verr. „Þetta er svo duglegt fólk" er algengasta hrósið um alls kyns innflytjendur, til dæmis Pólverja sem eru vel kynntir á Vestfjörðum og víðar. Þeir sem ganga rösklega fram í puðinu afla sér virðingar. Og loks: Ég hef einhvern grun um að íslensk ættjarðarást snúist um tilfinningu fyrir rými fremur en rasa, ást á víðáttunni og þeirri kennd að maður geti gert nánast það sem manni sýnist í öllu þessu plássi; og þar með tilfinningu einstaklingsins fyrir stað sínum í alheiminum en ekki í hjörðinni. Við séum í þeim skilningi öll Bjartur í Sumarhúsum. Útsýni er lykilatriði þegar fólk velur sér húsnæði, og hvergi á byggðu bóli er gaddavírinn jafn mikið í hávegum hafður sem hér á landi, þar sem menn afmarka sitt rými af slíku kappi að ásýnd landsins er sums staðar líkust myndum úr fyrri heimsstyrjöldinni með skurðum og gaddavír. Þessi tilfinning fyrir landinu er ekki bundin þjóðerni heldur aðstæðunum: að vera hér við ysta haf með allt þetta pláss. Og hver og einn sem hér sest að fær smám saman þessa kennd; að vera eitt með hafinu og landinu og himninum og rokinu.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun